Helgafell - 01.12.1942, Blaðsíða 34
312
HELGAFELL
ingar hinn fornfraega höfuðstað Sjálandskonunga. Á síðari öldum hefur
Hleiðargarður í Hjaltastaðaþinghá verið kallaður Hleinargarður, en forn-
bréf taka af skarið um hið upphaflega heiti þessa bæjar. Samnefndur hon-
um er einn bær hér á landi: HleiðargarSur í EyjafirSi. Þar bjuggu við lok
landnámsaldar eða litlu síSar Þorkell hinn svarti, sonur Þóris snepils, og
kona hans Guðlaug, sonardóttir Helga hins magra. Ætt Guðlaugar er rakin
upp til dönsku fornkonunganna, og báru náfrændur hennar sömu nöfn sem
þeir: Faðirinn heitir Hrólfur, föðurbróðirinn Ingjaldur, en faðir þeirra Helgi.
í þessari ætt hafa lifað sagnir um hina gömlu Hleiðargarðskonunga, og
er þaS því líklega rétt hermt, að Helgi magri hafi ekki aðeins átt ætt að
rekja til Gautlands heldur og til Sjálands. VerSur þá auðskýrt, hvers vegna
Hleiðargarðsnöfnin tvö koma einmitt fyrir í landnámum hans og Una
hins danska.
Rauðholt og Snjóholt heita bæir tveir í landnámi Una. ViS nöfn þessi
varð mér á að staldra, er ég blaðaði í jarðatalinu frá 1847. Svo er mál með
vexti, að meðal 1000 bæja, sem þar eru taldir á svæðinu frá Laugalandi
í Eyjafirði til Jökulsár í Lóni, finnast aðeins þrír ,,holt“-bæir. Af 1000 bæjum
milli Jökulsár á Sólheimasandi og Þurár í Olfusi reyndust þeir á hinn bóg-
inn rúmlega 70. Þetta gat naumast verið einleikið. AS vísu mátti gera ráS fyrir
því, að landslag og gróSur hefði átt sinn drjúga þátt í upptöku holt-bæja-
nafnanna, en munurinn milli landshlutanna var svo geypilegur, að annarra
úrlausna varð einnig að leita. Ég minntist málsgreinar, sem varðaði aust-
norræna heiðni. Hún er í Gotasögu og hljóðar svo: ,,Fyrir þann tíma og
lengi eftir síðan trúðu menn á holt og á hauga, vé og stafgarða og á heiðin
goS“. SvipuS skilgreining finnst einnig á vestnorrænni heiðni í hinum svo-
nefnda Kristnirétti Sverris konungs: ,,Vér skulum eigi blóta heiðnar vættir
og eigi heiðin goS né hauga né hörga“. Hér er átrúnaðar á holt ekki getið.
Þess var heldur varla að vænta. Hinir fróðustu menn ætla greinina í Kristni-
réttinum tekna úr Gulaþingslögum hinum fornu. Á þeim slóðum, þar sem
þau giltu, eru undarlega sjaldséðir holt-bæir. Aftur á móti eru þeir afar út-
breiddir í SvíþjóS og þó einkum í Vestra-Gautlandi. Smálöndum og Hallandi,
sem var forndanskt Iand. í sögu íslands munu vera kunnir um 200 bæir meS
slíkum nöfnum.
í Landnámabók og Vatnsdæla sögu, sem er svo einkennilega auðug
af minjum um austnorræna menningu, finnst frásögn, er veitir skýra bend-
ingu um það, hvernig líta beri á holt-bæjanöfn heiðinna manna. HeiSur
völva spáir Ingimundi og fóstbræðrum hans, Hrómundi og Grími, að þeir
muni „byggja á því landi, er þá var ófundið vestur í hafi, en Ingimundur
kveðst við því skyldu gera. Völvan kvað hann það eigi mundu mega og
sagði það til jartegna, að hlutur mundi hverfa úr pússi hans og kvað hann
þá mundu finna er hann græfi fyrir öndvegissúlum sínum. — Ingimundur