Helgafell - 01.12.1942, Blaðsíða 86
360
HELGAFELL
þyrrkingi Kins akademiska stíls, orðið litauðugur heimur, sem hvarvetna ber
vott um næmt auga listamannsins fyrir náttúrunni og áhrif frá breytileika
hennar. Þessi framþróun er að miklu leyti starfi Ásgríms Jónssonar að
þakka, árangur þrotlausrar vinnu hans og sívaxandi hrifningar á fyrirbær-
um náttúrunnar og afrekum hinna miklu snillinga annarra þjóða í senn, að
ógleymdum hæfileikum og persónulegum viðhorfum hans sjálfs. Þessir eig-
inleikar til samans hafa smátt og smátt veitt ljósi og lífi inn í málaralist
okkar í myndum hins ágæta málara. En slíkt gerist ekki þrautalaust, enda
ber listamannsferill Ásgríms þess merki, að enginn verulegur árangur næst
án þess, að leiðin liggi í gegnum margvíslegan hreinsunareld. Eins og fyrr-
rennararnir, Sig. Guðmundsson og Þór. B. Þorláksson, hlýtur Ásgrímur
menntun sína á listaháskóla Kaupmannahafnar og öðlast þar hina nauðsyn-
legu akademisku undirstöðu. En kennararnir voru víst flestir þröngsýnir
postular danskrar heimatrúar í listum, skeyttu lítt um nýjustu afrek á sviði
listarinnar og höfðu jafnvel gleymt ágætustu tímabilum fyrri alda. Nærri
má geta, að andrúmsloftið í slíkum skóla var síður en svo uppörvandi fyrir
unga málara með skapgerð Ásgríms Jónssonar. En í listasafninu héngu
verk gömlu Hollendinganna, og hann kom fljótlega auga á listræn verð-
mæti þeirra, hið dulræna líf, sem felst í meðferð Ijóssins og auðlegð blæ-
brigðanna í hálfrökkrinu, er einkennir mörg þessara málverka. Þarna voru
meistarar, sem skópu heilar veraldir djúpra lita og ljósbrigða. Verk þeirra
áttu harla lítið skylt við smásmugulegar tilraunir kennaranna í Listahá-
skólanum til að eftirlíkja ytra borð verkefnanna.
Ásgrímur fór heim og tók að mála myndir af íslenzkri náttúru, eins
og hún kom honum fyrir sjónir. Mikilleiki íslenzkra fjalla og fjarvídda varð
viðfangsefni hans á þessum árum eins og reyndar síðar. En þó átti eftir að
verða stórfelld breyting á viðhorfum hans til þessara verkefna. Hann mál-
aði þá hina miklu mynd af Heklu, sem nú er í ríkisstjórabústaðnum á
Bessastöðum. Þótt hún þoli illa samanburð við síðari verk hans um lita-
mýkt, er hún máluð af slíkri hrifningu af tign landsins og mikilleik, að hún
er þung á metunum í íslenzkri landslagslist. Sama má segja um vatnslita-
myndirnar frá þeim tíma. Yfir þeim er einhver ævintýralegur, frískur olær,
sem gefur til kynna óvenjulegan næmleika fyrir einkennum landslagsins,
hreinleika þess og hátíðlegri tign. í Kaupmannahöfn hékk einhvers staðar
málverk eftir nýjan hollenzkan málara, og hafði Ásgrímur séð þá mynd.
Hún var af kornakri í stormi, og máluð af Vincent van Gogh. Við fyrstu sýn
orkaði hún undarlega á Ásgrím. Honum virtist hún jafnvel minna frem-
ur á auglýsingu en heiðarlegt málverk. En smátt og smátt tók hún að lifna,
unz hann sá að síðustu kornakurinn breiða úr sér í dularfullu lífi og
máttugri hrynjandi, sem stóð í áður óþekktu samræmi við hreyfiagar storm-
skýjanna yfir fjallabrúnunum í baksýn myndarinnar. Ásgrímur hugsaði víst