Helgafell - 01.12.1942, Blaðsíða 78
356
HELGAFELL
nokkurn veginn kjósendafjölda íslands). Sumar kúlurnar eru hvítar, aðrar
svartar. Ef teknar eru 10.000 kúlur upp úr pokanum, þá reiknum við með
því, að þetta úrtak skiptist hlutfallslega nokkurn veginn eins og heildin, stund-
Um dálítið fleiri hvítar, stundum dálítið fleiri svartar.
Þetta er auðséð. En við getum með því að nota stærðfræðilegar aðferðir
sannað, að 95% ,,líkindi“ séu til þess, að árangrinum skeiki ekki meir en
1 % frá hinu raunverulega.
Ef við nú auk þess vissum, að 25.000 kúlur væru stórar og 45.000
litlar, og 55.000 væru sléttar en 15.000 hrjúfar og flestar hvítu kúlurn-
ar væru stórar, en fáar litlar, og flestar sléttar, en fáar hrjúfar, þá mundi
þetta hvort tveggja verka þannig, að taka þyrfti minna úrta\ til þess að
ganga úr skugga um hlutfallið milli hinna svörtu og hvítu. Leiðin er þá að
skipta úrtakinu í réttum hlutföllum eftir stærð og átaki. Líkindareikning-
urinn fjallar meðal annars um aðferðir til þess að ákveða, hve mikil áhrif
þannig löguð samjylgni hefur á stærð þess úrtaks, er rannsaka þarf.
Fyrsti vísirinn að notkun þessara aðferða til þess að kanna álit almenn-
ings mun sennilega hafa verið markaðskönnun (marketing research) nokk-
urra stórframleiðenda í Bandaríkjunum. Þeir létu rannsaka, hvernig almenn-
ingi líkaði ný vörutegund, nýjar umbúðir o. s. frv. Þó að þetta væru tiltölu-
lega hégómleg viðfangsefni, þá voru réttar og ábyggilegar upplýsingar mik-
ils virði og margar aðferðir reyndar. Atkvæðaseðlar voru prentaðir í dag-
blöðum eða látnir fylgja vörunni, verðlaunum var heitið, en allt bar að
sama brunni, hlutfallskönnun á meira eða minna traustum líkindareiknings-
legum grundvelli gaf áreiðanlegastar upplýsingar.
Það urðu því sérfræðingar í markaðskönnun, sem hrundu af stað rann-
sóknum þeim á hinum pólitíska vilja þjóðarinnar, er vakið hafa svo mikla
eftirtekt í hinum enskumælandi heimi. Rithöfundurinn J. B. Priestley hefur
sagt um þessar rannsóknir, að þær séu „mikilvæg stoð undir heilbrigðu lýð-
ræðislegu stjórnarfyrirkomulagi". Þó að hér sé kannske nokkuð fast að orði
kveðið, þá verður varla efazt um, að þessar kannanir gefa fróðlegar upplýs-
ingar.
Almenningur efaðist til að byrja með mjög um nákvæmni þessara rann-
sókna', en fullyrða má, að þær hafi staðizt eldraun reynslunnar. „Institute of
Public Opinion"*), sem hefur getið sér einna beztan orðstír fyrir nákvæm-
ar rannsóknaraðferðir, spáði, að Roosevelt mundi verða endurkosinn 1936,
þratt fyrir það, að atkvæðagreiðslur flestra stórblaða og tímarita virtust sýna,
að meirihluti kjósenda væri andvígur honum. 1940 spáði stofnunin aftur að
*) Þessi 8tofnun er einkaeign markaðskönnunarsérfræSingsins Gallup’s. Hann skrifar
greinar um álit almennings um fjarskyldustu efni, um hvort segja eigi möndulveldunum stríð
á hendur, hvaS se bezta ráS gegn kvefi(!) o. s. frv. Allt grundvallaS á hlutfallskönnunum.