Helgafell - 01.12.1942, Síða 20

Helgafell - 01.12.1942, Síða 20
298 HELGAFELL Þegar hér var komiÖ, gerðust mikil og óvœnt tíðindi varðandi sjálfstæðis- mál íslands. Samningar voru gerðir milli ríkisstjórnar íslands og Banda- ríkjanna í Norður-Ameríku um, að þau taekju að sér hervernd landsins, á meðan núverandi styrjöld varir. Samn- ingar þessir voru síðan samþykktir á Alþingi og staðfestir af ríkisstjóra 10. júlí. Þar sem brezka stjórnin hafði stuðl- að að þessari samningagerð, tók einn- ig hún á sig skuldbindingar gagnvart íslandi, en bæði þessi heimsveldi lýstu meðal annars yfir því: að þau viðurkenndu algert frelsi og fullveldi íslands, og þau skyldu sjá til þess, að ekki verði gengið á rétt þess í friðarsamningunum né á nokkurn annan hátt, að ófriðnum loknum. Þessa yfirlýsingu áréttaði svo for- sætisráðherra Breta í tölu sinni af svöl- um Alþingishússins 16. ágúst 1941, þar sem hann komst að orði á þessa leið: Eftir að viðureign þeirri er lokið, sem nú stendur yfir, munum vér ásamt Bandaríkjunum sjá um, að ísland fái sitt fullkomna frelsi. Það er vilji vor, að menningarfortíð yðar megi tengj- ast framtíðarmenning yðar sem frjálsrar þjóðar. Þessi orð sýna hug Breta til vor, og má hér við bæta ummælum, sem hið mikla blað, The Times, lét falla um þjóð vora að gefnu tilefni 27. septem- ber s. á. Times sagði: ,,Það verð- skuldar engin þjóð fremur frelsi en hinn gamli kynstofn þessarar eyjar“. Ég skal að vísu bæta því við, að blaðið byggði að sjálfsögðu þetta álit sitt á því, sem feður vorir og forfeður höfðu afrekað. Það verður nú ekki annað séð, en að vér höfum sumarið 1941 verið bún- ir að koma málum vorum þannig fyr- ir sem nauðsyn krafði, og ótvíræður réttur heimilaði, enda hlutum vér með skipan þeirri, sem þá var ákomin, við- urkenningu tveggja heimsvelda sem hlutgengur, fullvalda aðili, og heitorð þeirra um vernd gegn hvers konar rétt- arskerðingu að ófriðnum loknum. Sjálf- stæði voru var í fám orðum sagt svo vel borgið sem kostur var á, að því leyti, sem vér eigum það undir aðra en sjálfa oss að sækja. Síðan 10. maí 1940 höfum vér ekki ráðið yfir landi voru nema að tak- mörkuðu leyti. Landið er ekki framar afskekkt eyja, um það og yfir það ligg- ur nú alfaraleið heimsveldanna, það er orðið ein af mikilvægustu hernaðar- stöðvum heimsins, það er, ef svo má að orði kveða, Malta Norður-Atlants- hafsins. Það liggur innan hagsmuna- svæða tveggja heimsvelda, og héðan í frá munu þau hafa eftirlit með, hvað gerist á þessari eyju og hvernig vér förum að ráði voru. Þetta hlýtur hverj- um að vera ljóst, sem beinir huga sín- um að því, og þessa má enginn ís- lendingur ganga dulinn. Sumir þeirra, sem tala og rita um sjálfstæðismálið, virðast trúa því, að sambandslagasamningurinn við Dan- mörku sé fjötur um fót frelsi voru og framtíð. Þeir virðast beinlínis skilja það svo, að sjálfstæðismálið sé sama sem sambandsmálið. Þessi ímyndun minnir mann á sumt gamla fólkið í ungdæmi manns, sem alizt hafði upp, áður en verzlunarfrelsið var fengið. Það nefndi mörgum áratugum eftir það all- an útlendan varning danskan. Þangað til 1. desember 1918 áttum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172

x

Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.