Helgafell - 01.12.1942, Blaðsíða 102
372
HELGAFELL
arvín. Drykkjarföng voru algengustu
jólagjafirnar á þessum tímum. Mikið
kapp var lagt á að brugga gott jólaöl.
Var það heiður fyrir hvert heimili að
hafa það sem bezt.
Ölbruggun í Svíþjóð á sextándu öld. Fremst á
myndinni sjást þrjú bruggkeröld, og aÖ baki
þeirra er ölhituketillinn (Olaus Magnus, 1555).
Lengi var setið yfir borðum á jóla-
nóttina. Er það gömul hjátrú, að sá,
sem fyrstur hættir þá að borða, muni
deyja á árinu. Þegar máltíð var lokið,
var ekki tekið af borðum, en þau látin
standa dúkuð allt til þrettánda og jafn-
an bætt við, þegar réttina ætlaði að
þrjóta. Það átti jafnan að vera matur á
borðum, ef gest bar að garði. Hann
varð að neyta einhvers, til þess að
hann ,,bæri ekki jólin út úr húsinu'*.
Þá fengu konurnar einnig frí frá eld-
hússtörfum, þar sem maturinn var eld-
aður í einu til fjórtán daga.
Þegar máltíð var lokið á jólanótt,
fóru menn oft að reyna að fá vitneskju
um, hvað mundi ske á hinu nýja ári.
Til dæmis hverjir væru feigir, hvaða
fólk mundi giptast á árinu, hvernig
uppskeran mundi verða og svo fram-
vegis. Margar aðferðir voru reyndar
til þess að leita véfrétta, en algengast
var þó að nota til þess jólakertin.
Á þessum tímum þekktu Norður-
landabúar ekki önnur ljóstæki, en
kerti og lýsislampa, og aukin lýsing
var því eitt hið helzta fyrirbrigði hátíð-
anna. Á jolanott var kveikt á tveim-
ur stórum kertum, húsbóndans og hús-
móðurinnar. Heimilisfólkið safnaðist
saman kringum kertin, og eftir því,
hvernig skuggar þess féllu, mátti ráða
örlög þess á árinu. Af öðrum ljós-
brigðum mátti svo ráða ýmislegt ann-
að.
Margir töldu nú reyndar, að það
væri ekki sæmandi kristnum mönnum
að reyna að skyggnast á þennan hátt
inn í leyndardóma framtíðarinnar. Það
var heldur ekki alls kostar hættulaust,
einkum er Ieið að aldamótum og
galdratrúin tók að magnazt.
Á sumum stöðum var það siður að
láta ljós loga í peningshúsum á jóla-
nóttina. Kvikfénaði var gefið betra
fóður þá en endranær. Villidýr máttu
heita friðuð yfir öll jólin. Var það
mjög illa þolað, að nokkrar dýraveið-
ar væru þá stundaðar. Sögn er til frá
Noregi um, að björn hljóp úr híði á
jólum. Gerði hann mikinn usla, en var
þó ekki veiddur fyrr en daginn eftir
þrettánda. Hefði það þó verið auðvelt,
að því er sagt er.
Á þriðja í jólum hófst svo hinn al-
mennari hluti hátíðarinnar og stóð til
þrettánda. Þá var mikið um heimsókn-
ir meðal nágrannanna, og voru ýms-
ar reglur um það, hvernig gestum
skyldi fagnað.
Það var siður í flestum sveitum, að
fólkið kom saman til skiptis á bæjun-
um til þess að skemmta sér. Var þá
stærsta stofan rudd og þar dansað og
leikið. Allir voru þar jafnir, húsbænd-
ur og hjú. Þetta var kallað ,,Jóla-
stofa“.
Margir leikir, sem þá fóru fram,
voru af heiðnum uppruna, svo sem
,,Jólahafurinn“, sem á rót sína að
rekja til Þórsdýrkunarinnar. Maður
kom inn í stofuna, klæddur sem líkast
hafri, með horn á höfði og í hafur-