Helgafell - 01.12.1942, Blaðsíða 46

Helgafell - 01.12.1942, Blaðsíða 46
324 HELGAFELL réði, hvort brygði til bata eða ekki við meðferðina. Á fimmtu öld f. K. kom Hippokrates á stórkostlegum endur- bótum í lækningum þessum, sem tengdar voru musterisdýrkun, og má telja Hippokrates mestan allra lækna. Að hans forsjá var læknisfræðin í fyrsta sinn leyst úr tengslum við trúarbrögð- in. Hann létti af guðunum ábyrgðinm á sjúkdómum, en lagði hana á herðar mannsins sjálfs. Vilji guðanna var ekki lengur skálkaskjól fyrir fáfræði manns- ins. Ástand mannsins varð vandamál hans sjálfs, og hann varð sjálfur að finna lausnina. Saga læknisfræðinnar frá dögum Hippokratesar til þessa dags, er sagan um, að hve miklu leyti maðurinn hefur tekið á sig þessa á- byrgð. Hippokrates gerði meira en losa læknisfræðina úr tengslum við trúar- brögðin. Hann gaf fræðilegri læknis- fræði í meginatriðum þann' svip, sem hún hefur enn í dag. Hann mótaði á- kveðin grundvallaratriði vísindanna, sem læknisfræði nútímans er reist á. Kjarni þessara grundvallaratriða er þannig: 1. Enginn skoðanagrundvöllur er ör- uggur nema staðreyndir. 2. Nákvæm athugun leiðir staðreynd- irnar í ljós. 3. Eigi má álykta út frá öðru en stað- reyndum. Einni kennisetningu Hippokratesar hefur verið haldið á loft í bók- menntum allra landa. Hún er and- stæð rétttrúnaðarkenningum og órök- studdum skoðunum og er þannig: ,,Lífið er stutt og listin löng, atvikin ó- ljós, reynslan blekkjandi og erfitt að draga ályktanir". Hippokrates var hæ- verskur, því að hann viðurkenndi tak- markanir mannsins, en hann trúði því, að maðurinn gæti komizt að lögmálum náttúrunnar, ef hann beitti athyglis- gáfunni og hleypidómalausri skyn- semi. Hippokrates var fyrsti læknirinn, er greindi á milli sjúkdóma. Fyrir hans daga voru allir sjúkdómar einn alls- herjarsjúkdómur, og ekkert var lagt upp úr hinum breytilegu sjúkdómsein- kennum. Þau gáfu aðeins til kynna eitt allsherjar, óeðlilegt ástand. Hippo- krates gerði sér hins vegar ljóst, að ákveðin einkenni fóru saman og sjúkdómsferillinn var breytilegur hjá sjúklingunum eftir því, hvaða sjúk- dómseinkenni fóru saman. Honum var t. d. ljóst, að ungi, veikbyggði maður- inn, sem var fölur, kinnfiskasoginn, með sjúklegan roða í kinnum, magur og hrjáður af áköfum hósta, var ekki í beinni lífshættu. Hippokrates skildi, að hann mundi veslast upp smám sam- an, nema honum væri komið upp í hæðirnar, handan við borgina, og hann látinn hvílast í sólskininu. Nú á dög- um kalla læknar þetta sama ástand berklaveiki og mæla með sömu með- ferð og Hippokrates ráðlagði. Hippo- krates skildi líka, að maður með háan hita, tak í brjóstinu og óráð mundi ekki veslast upp smám saman, eins og ungi maðurinn, sem hann sendi upp í há- lendið til að ná sér, en hann mundi að líkindum deyja innan fárra daga, eða þá að skyndilega brygði til bata. Þegar þannig stóð á, ráðlagði hann svalandi og nærandi drykki, hreint loft og rúm- legu. — Lýsingar þær á sjúkdómum, er Hippokrates lét eftir sig, byggðust á skarpskyggnri og nákvæmri athugun. Þær eru enn til fyrirmyndar í sinni grein. Eftir hans dag komu eigi fram jafnnákvæmar athuganir í læknisfræði í 18 aldir. Framh. á ble. 388.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.