Helgafell - 01.12.1942, Side 135

Helgafell - 01.12.1942, Side 135
BRÉF 405 er Iatína kennd 6—7 stundir á viku í 3 vetur. HvaS sem um latínuna má segja, er það hún. sem er lykillinn aS frjósömu og þroskandi tungumálanámi. Hún opnar nýja útsýn í heimi málsins, hún skýrir og myndar samhengi, hún gerir málfræSinámiS menntandi. ÞaS má því telja höfuSglappaskot, aS láta hana skipa þann hornrekusess, sem hún hefur f hinni nýju reglugerS. En ef til vill hefSi mátt bæta þetta upp meS miklum kröfum í stærSfræSi, eitthvaS í áttina til þess, sem krafizt er í stærSfræSi- deildum menntaskólanna. En ekki er því þann- ig fariS. Um sfœrS/rœSina segir reglugerSin: „Nemendur skulu læra notkun stærSfræSi og æfast í exakt hugsun. Þeir skulu læra algebru og geometríu og allýtarlegt ágrip af horna- fræSi". Helzt verSur aS álíta, aS hér sé átt viS þaS, sem annars staSar er haft til gagnfræSa- prófs, aS viðbættu „allýtarlegu ágripi af horna- frteSi", eSa hreint ekki meira en nú er krafizt í máladeild menntaskólanna. Ef til vill er þetta furðulegasta atriði reglugerðarinnar. Um náttúrujrœbina er svipað að segja. Undir verzlunarskólapróf er ekkert numið í þessari grein, og skulu stúdentaefnin tileinka sér nægi- legan forða af henni á lærdómsdeildarárunum tveimur. Heitir hún á máli reglugerðarinnar framleiSslu- og uörufrœSi meS undirtitlinum „náttúrufrœSi, efnafrœ&i, eSlisfrœSi". Um hana segir: „Nemendur skulu hafa lært ágrip dýra- fræði og grasafræði og nokkur höfuðatriði eðlis- fræði, efnafræði og jarðfræSi". Þetta er það sama og krafizt er til gagnfræðaprófs, og vant- ar hér fjölmargar greinar náttúrufræði, sem kenndar eru í menntaskólunum, eins og nærri má geta, þar sem þar er lögð mikil stund á náttúrufræði alla veturna sex. Sögu á aS kenna 2 stundir á viku báða vet- urna, en þar sem tiltölulega lítil áherzla er lögð á þessa grein til verzlunarprófs, virðist það aug- ljóst, að einnig hér séu kröfurnar vægari en í menntaskólunum. SíSast en ekki sízt nefnir reglugerðin 4 grein- ar, sem lítið eða ekkert eru kenndar í mennta- skólunum: bókfœrslu, endurskoSun, hagfrœSi og stjórnfrœ&i. ÞaS er mjög erfitt aS henda reiður á, hve víðtækt námið á að vera í þessum greinum, en til þess skal variS 4 stundum á viku báða veturna, eða til jafnaðar I stund handa hverri hinna fjögurra greina. Hér hef ég í fáum dráttum lýst reglueerS hins nýja stúdentaskóla. Samkvæmt reglugerðinni hlýtur íslenzkunám að verða miklu minna en í menntaskólunum. { nfjju málunum er krafizt nokkurn veginn þess sama og í máladeild menntaskólanna. í latínu svo lítils, að það nálg- ast ekki neitt. í sögu varla eins mikils og í menntaskólunum. í náttúrufrœSi þess sama og í gagnfræðaskólunum og stœrSfræSi sömuleiSis að viðbættu hornafræðiágripi. Og loks er kraf- izt kunnáttu í endurs\oSun, bóhjœrslu, hag- frœSi og stjárnfrœSi, sem lítið sem ekkert er kennt í menntaskólunum. Um eitt atriði er samanburður við mennta- skólana sérstaklega lærdómsríkur. í menntaskól- unum er lögð megináherzla á latínu í máladeild og stærðfræði í stærðfræðideild. í þessum grein- um er nemendunum gefinn lítils háttar for- smekkur af vísindalegu námi, þeim er leyft á takmörkuðu sviði að skyggnast inn fyrir ytra borð hlutanna, inn í þann heim orsaka og af- leiðinga, sem liggur á bak við hverja fræði- grein. Þessi þáttur námsins sker oftast nær úr, hvort nemandinn er hæfur til vísindalegs náms eða ekki, hvort hann er efni í háskólamann eða ekki. Það mun vera reynsla kennara, að þess- ar greinar þroski og stæli hugsun þeirra nem- enda, sem eiga sér þroskamöguleika, og skilji jafnframt milli feigs og ófeigs. Því má yfirleitt treysta, að sá sem smýgur sæmilega gegnum þetta sáld, sé þess verðugur að öðlast háskóla- réttindi. í hinum nýja stúdentaskóla virðist eiga að krefjast mjög lítils í þessum tveimur grein- um, eins og áður er getið. Þar á latínunámið að verða álíka yfirborðslegt og f stærðfræði- deild menntaskólanna nú og stærðfræðin álíka og í máladeildinni í bezta lagi. Eru nemendur þannig sviptir því viðfangsefninu, sem mest þroskar þá og skólinn því öryggi um vörugæði, sem þessar greinar veita menntaskólunum. í staðinn fyrir þessar greinar koma svo sér- greinar skólans, bókhajd, endurskoðun, hag- fræði og stjórnfræði, sem eiga að gera stúdent- ana sambærilega við stúdentana úr deildum menntaskólanna. En undarlegt er, þar sem þetta e-u sérgreinar skólans, aS til þeirra allra til samans skuli aðeins eiga að verja 4 stund- um á viku í lærdómsdeild eða einni stund á hverja grein til jafnaðar. Þess ber vitanlega að gæta, að þessar greinar eru einnig kenndar til verzlunarskólaprofs, en það er engu að síður kynlegt, hve reglugerð lærdómsdeildar markar þeim greinum þröngan bás, sem eiga að setja sitt einkenni á hina nýju stúdenta. Það bendir oneitanlega á, aS ekki eigi að kafa djúpt x sér- greinunum, og varla get ég látið mér til hugar koma, að þær bæti stúdentinum upp það, sem hann fer á mis við í tungumálum eða stærð- fræði. Geng ég þó fram hjá því, sem sumum finnst höfuðatriði, að það er mjög óakademisk
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.