Helgafell - 01.12.1942, Blaðsíða 45

Helgafell - 01.12.1942, Blaðsíða 45
SIÐMENNING OG LÆKNISFRÆÐI 323 hvötum, er þróuðust með frumstæða manninum fyrir milljón árum, og þess- ar eðlishneigðir og hvatir, ásamt þeim geðshræringum, er fylgja þeim, eru greyptar í gerð taugakerfis mannsins. Hinn siðmenntaði maður nútímans er ekkert annað en frumstæður maður, sem hefur gert eðlishvatir sínar og geðshræringar háðar skynseminni með þjálfun og beitingu skynseminnar. Börn. sem fæðast meðal siðmenntaðra þjóða, eru eigi, er þau fæðast, ólík börnum, sem getin eru meðal frum- stæðra þjóða. Ef börn nútímans væru ekki uppfrædd og þjálfuð í siðmenn- ingu, mundu þau vaxa upp að hætti frumstæðra manna. Jafnvel á hinum bezt siðmenntuðu heimilum er hvert barn á 1. eða 2. ári ekkert annað en dýr, lítill ferfætlingur. Barnið þrosk- ast af þessu stigi og kemst á stig villi- mannsins, en framfarirnar úr því eru komnar undir uppeldi og uppfræðslu. Það er engin furða, þótt fræðileg læknisfræði eigi andstæðinga. Með- fæddu eðli mannsins er svo farið, að hann trúir næstum umsvifalaust á frumstæða læknisfræði, og á þessu verður aðeins ráðin bót með menntun og beitingu skynseminnar. — Fjöldi fólks, sem aðeins hefur hlotið bók- menntalega eða trúfræðilega mennt- un, hefur aldrei lært að hugsa rök- rétt um heilsufræðileg efni. Það skilur ekki grundvallaratriði vísind- anna og lætur þess vegna stjórnast af því, sem því finnst eða það heldur, og það situr við sinn keip, af því að þetta eru trúaratriði. Á sama hátt fer mörgum villimönnum, þegar þeir kom- ast í kynni við menninguna. Þeir kunna að tileinka sér ýmiss konar þægindi, er henni fylgja, og marga lesti hennar. En þeir taka hvorki upp trúarbrögð hennar né aðhyllast læknisfræði henn- ar. Þeir taka upp klæðaburð þann, er tíðkast, eta niðursoðin matvæli, aka í bifreiðum, en þeir eru eftir sem áður villimenn í hjarta sínu. Þeir reynast hugsanastefnu forfeðra sinna trúir og þeim hættir við að færa illum öndum fórnir í laumi og flýja á náðir töfra- læknisins. Af þessu leiðir, að fræðileg læknis- fræði felur í sér, að kastað sé fyrir borð frumstæðri trú, sem á sér djúpar rætur. Hún er það þróunaratriði menn- ingarinnar, sem sýnir öllu öðru betur, hversu horfir um þróun vitsmuna- lífsins. Þegar menningunni fleygir fram, tekur fræðileg læknisfræði að mestu sess hinnar frumstæðu læknis- fræði. En þegar menningunni hnignar, á hið gagnstæða við. í menningu margra fornþjóða má sjá, hversu frumstæð læknisfræði hef- ur þokað sæti fyrir fræðilegri læknis- fræði. Spámaðurinn Móses setti Gyð- inga-þjóðinni raunhæfar heilbrigðis- reglur. En það lýsir vel því stigi menn- ingar, sem Gyðingar stóðu þá á, að Móses felldi heilbrigðisreglur sínar inn í trúarbrögðin. Heilbrigðismálin urðu trúarlegt framkvæmdaratriði, og prest- arnir voru heilbrigðislögregla. Forngrikkir voru fyrstir til að koma á fullkominni aðgreiningu læknisfræði og trúarbragða. Áður en þessi aðgrein- ing átti sér stað, var læknismeðferð í Grikklandi tengd trúarbrögðunum. — Æsculapius var guð lækninganna. Er læknisfræðin tók framförum voru must- erin, þar sem hann var tilbeðinn, gerð að heilsuhælum (Sanatoria), og sjúku fólki var veitt þar umönnun. Prest- arnir meðhöndluðu sjúkdóma með hag- nýtum ráðum, svo sem hvíld og mat- aræði, en þeir voru hyggnari en svo, að þeir tækju á sig nokkra ábyrgð. Þeir héldu því fram, að vilji guðanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.