Helgafell - 01.12.1942, Síða 122

Helgafell - 01.12.1942, Síða 122
392 HELGAFELL dæmi hans kom mönnum til að hugsa sjálfstætt um læknisfræðileg vanda- mál. Þetta nýborna sjálfstæði í hugsun endurvakti anda vísindanna, en leit að staðreyndum og nákvæmar athuganir hófust til vegs af nýju. Vesalius var forvígismaður þessarar hreyfingar á 16. öldinni. Hann framkvæmdi fyrstu kerfisbundnu krufningu á mannslík- amanum og gaf út teikningar, gerðar af mikilli nákvæmni. Rit Hippokrat- esar voru nú þýdd úr grísku í fyrsta sinn. Sá siður var aftur tekinn upp í skurðlækningum að binda fyrir æðav og snúa fóstri við fæðingarhjálp, og var það Paré, er kom þessu á. Gefin var út bók, yfirsetukonum til leiðbein- ingar, og var það fyrsta bókin, þeirrar tegundar, um þrettán alda skeið. Á sautjándu öldinni hafði fáum, hæfum mönnum tekizt að blása slíku lífi í vísindalegan anda, að stuðst var við tilraunir til að sanna staðreyndir eða hleypa stoðum undir þær. Helztu framfarir þessa tímabils voru, að Har- vey sýndi fram á hringrás blóðsins, en jafnvel slíkur snillingur í tilraunatækni átti fullt í fangi með að sigrast á hinni lífseigu trú þeirrar tíðar á kenningar Galenusar. Er átjánda öldin gekk í garð höfðu læknar öðlazt þekkingu á gerð líkam- ans í meginatriðum og á starfsemi nokkurra helztu líffæranna. Nokkur lyf höfðu menn uppgötvað af tilviljun, einkum kínin við mýraköldu (malar- ia) og kvikasilfur við syfilis. Þó hafði læknisfræðin ekki enn stigið fram úr myrkrum vanþekkingarinnar. Menn vissu í rauninni ekkert um, hvað sjúk- dómar væru eða hvað ylli þeim. í stað þess að gripa til hinna einfölduaðferða Hippokratesar og beita glöggum at- hugunum, völdu flestir læknar þann kostinn að smíða sér hugmyndir um orsakir sjúkdómanna og meðhöndla síðan sjúklingana í samræmi við kenn- ingar, er sprottnar voru af hugsmíðum þeirra. í upphafi átjándu aldar vakti læknir, Morgagni að nafni, grundvallarkenn- ingar Hippokratesar að fullu til lífsins. Hippokrates hafði tekizt að greina á milli ytri einkenna sjúkdóman-ia með nákvæmri athugun og samanburði. Á sama hátt tókst Morgagni að sýna fram á breytingarnar í innri iíffærum líkamans með nákvæmri athugun og samanburði. Hippokratesi var ljóst, að lungnatæring og lungnabólga voru ó- líkir sjúkdómar, því að sjúkdómsein- kennin, er fylgdu hvorum þeirra, voru ólík, en hann þekkti þessa sjúkdóma aðeins af einkennunum. En Morgagni sýndi hins vegar fram á eðli líffæra- skemmdanna, sem voru sjúkdómurinn sjálfur og voru valdar að sjúkdómsein- kennunum. Hann athugaði og hélt til haga einkennum sjúklingsins, meðan hann var veikur, en gerði síðan lík- skurði til þess að finna þær bilanir í líffærunum, sem höfðu valdið ein- kennunum. Hann sannaði, að ákveðið sjúkdómsástand líffæranna hafði í för með sér ákveðin einkenni. Ef hann síðan athugaði einkennin, gat hann séð í huga sér, hvað var úr lagi gengið innan líkamans og gert sér grein fyrir, hver brögð væru að. Þetta er grund- völlur allrar læknisfræði við sjúkra- beðinn. Á 18. öldinni lagði endur- Vcikning hins vísindalega anda horn- steinana að læknisfræði nútímans. Starf Morgagnis var fyrsta stórskrefið, skömmu síðar kom fram ein hin merkasta einstakra uppgötvana — bólusetning gegn bólusótt. Varla er grundvallarreglum Hippokratesar kom-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172

x

Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.