Helgafell - 01.12.1942, Side 122
392
HELGAFELL
dæmi hans kom mönnum til að hugsa
sjálfstætt um læknisfræðileg vanda-
mál.
Þetta nýborna sjálfstæði í hugsun
endurvakti anda vísindanna, en leit að
staðreyndum og nákvæmar athuganir
hófust til vegs af nýju. Vesalius var
forvígismaður þessarar hreyfingar á
16. öldinni. Hann framkvæmdi fyrstu
kerfisbundnu krufningu á mannslík-
amanum og gaf út teikningar, gerðar
af mikilli nákvæmni. Rit Hippokrat-
esar voru nú þýdd úr grísku í fyrsta
sinn. Sá siður var aftur tekinn upp í
skurðlækningum að binda fyrir æðav
og snúa fóstri við fæðingarhjálp, og
var það Paré, er kom þessu á. Gefin
var út bók, yfirsetukonum til leiðbein-
ingar, og var það fyrsta bókin, þeirrar
tegundar, um þrettán alda skeið.
Á sautjándu öldinni hafði fáum,
hæfum mönnum tekizt að blása slíku
lífi í vísindalegan anda, að stuðst var
við tilraunir til að sanna staðreyndir
eða hleypa stoðum undir þær. Helztu
framfarir þessa tímabils voru, að Har-
vey sýndi fram á hringrás blóðsins, en
jafnvel slíkur snillingur í tilraunatækni
átti fullt í fangi með að sigrast á hinni
lífseigu trú þeirrar tíðar á kenningar
Galenusar.
Er átjánda öldin gekk í garð höfðu
læknar öðlazt þekkingu á gerð líkam-
ans í meginatriðum og á starfsemi
nokkurra helztu líffæranna. Nokkur
lyf höfðu menn uppgötvað af tilviljun,
einkum kínin við mýraköldu (malar-
ia) og kvikasilfur við syfilis. Þó hafði
læknisfræðin ekki enn stigið fram úr
myrkrum vanþekkingarinnar. Menn
vissu í rauninni ekkert um, hvað sjúk-
dómar væru eða hvað ylli þeim. í stað
þess að gripa til hinna einfölduaðferða
Hippokratesar og beita glöggum at-
hugunum, völdu flestir læknar þann
kostinn að smíða sér hugmyndir um
orsakir sjúkdómanna og meðhöndla
síðan sjúklingana í samræmi við kenn-
ingar, er sprottnar voru af hugsmíðum
þeirra.
í upphafi átjándu aldar vakti læknir,
Morgagni að nafni, grundvallarkenn-
ingar Hippokratesar að fullu til lífsins.
Hippokrates hafði tekizt að greina á
milli ytri einkenna sjúkdóman-ia með
nákvæmri athugun og samanburði. Á
sama hátt tókst Morgagni að sýna
fram á breytingarnar í innri iíffærum
líkamans með nákvæmri athugun og
samanburði. Hippokratesi var ljóst, að
lungnatæring og lungnabólga voru ó-
líkir sjúkdómar, því að sjúkdómsein-
kennin, er fylgdu hvorum þeirra, voru
ólík, en hann þekkti þessa sjúkdóma
aðeins af einkennunum. En Morgagni
sýndi hins vegar fram á eðli líffæra-
skemmdanna, sem voru sjúkdómurinn
sjálfur og voru valdar að sjúkdómsein-
kennunum. Hann athugaði og hélt til
haga einkennum sjúklingsins, meðan
hann var veikur, en gerði síðan lík-
skurði til þess að finna þær bilanir í
líffærunum, sem höfðu valdið ein-
kennunum. Hann sannaði, að ákveðið
sjúkdómsástand líffæranna hafði í för
með sér ákveðin einkenni. Ef hann
síðan athugaði einkennin, gat hann
séð í huga sér, hvað var úr lagi gengið
innan líkamans og gert sér grein fyrir,
hver brögð væru að. Þetta er grund-
völlur allrar læknisfræði við sjúkra-
beðinn. Á 18. öldinni lagði endur-
Vcikning hins vísindalega anda horn-
steinana að læknisfræði nútímans.
Starf Morgagnis var fyrsta stórskrefið,
skömmu síðar kom fram ein hin
merkasta einstakra uppgötvana —
bólusetning gegn bólusótt. Varla er
grundvallarreglum Hippokratesar kom-