Helgafell - 01.12.1942, Blaðsíða 36
314
HELGAFELL
Athuganir Nermans á ,,ar“-nöfnunum koma nú á undraverðan hátt að góð-
um notum. Ætt Una hins danska var auSkennd með ,,ar“-nöfnum, en
landnám hans með ,,holt“-bæjum. ÞaS var ómaksins vert aS athuga, hvort
þessar nafngiftir hefðu átt samleið í heiðni. RannsóknaraSferSin var auð-
fundin. Ég taldi ,,ar“-nöfn Landnámabókar frá sögu- og landnámsöld. Þau
reyndust vera um 60. SíSan athugaði ég, hve tíð slík nöfn væru í karlleggj-
um þeirra manna, sem taldir eru ábúendur ,,holt“-bæja í Landnámabók. —
NiSurstaSan varð þessi:
Arnarholt: Þorbjörn, afi Einars.
Borgarholt: Björn, faðir Óttars afa Einars.
Brautarholt: AuSunn, fjórði maður frá Þjóstari.
BöSvarsholt
Gunnarsholt: Gunnar, afi Gunnars.
Holt: FriSleifur, faðir ÞjóSars.
Holt: Óleifur, faðir Vestars.
Hörgsholt: Þuríður sonarsonardóttir Ulfars.
Jörundarholt: Jörundur, afi Einars föður Hávars.
Reykjaholt: Önundur, sonur Ulfars.
Stafaholt: Þormóður, sonarsonur Einars.
Stafaholt: Teitur, faðir Einars.
Steinsholt: Ófeigur, sonur Einars.
Önundarholt: Önundur, sonur Hróars.
Þessi litla skrá geymir næstum helming þeirra holt-bæja, sem nefndir eru
í Landnámabók, og allt að því fjórða hvert ,,ar“-nafn hennar frá landnáms-
og söguöld. Naumast þarf frekar vitna viS um það, aS nöfn þessi beinlínis
fylgja kynkvíslum þeim, sem átrúnað höfðu á holt. ,,Ar“-nöfnin virðast þann-
ig vera eitt af sérkennum frjósemisdýrkendanna. Þau eru sérlega tíð í hin-
um stærri skáldaættum, og það er merkilega mikiS af þeim í kringum skáld-
in, sem kennd voru við mæður sínar. Þetta fyrirbæri er einkum áberandi í
frændliSi skáldanna: Eilífs GuSrúnarsonar, Eyjólfs ValgerSarsonar, Steins
Herdísarsonar og Þorgils Höllusonar. Sá kynbálkur á allur að vera kominn
frá Vatnari konungi Vikarssyni. Afi Herdísar, móður Steins, var skáldið
Einar skálaglam Helgason, Óttarssonar, Bjarnarsonar austræna. Eyjólfur Val-
gerðarson er Einarsson, og faðir skáldsins Einars Þveræings. BræSurnir í
Gnúpufelli, BöSvar og ViSar, munu vera afabræður Eilífs GuSrúnarsonar.
Þessir Eyfirðingar áttu allir ætt aS telja til Helga hins magra og Þórunnar
hyrnu, systur Bjarnar hins austræna. Hrafn GuSrúnarson telst systrungur
hirðskáldsins Óttars svarta. Eru þeir báðir kallaðir systrasynir Sighvats skálds
ÞorSarsonar Sigvalda skalds. Ólafur Bjargeyjarson var systursonur Gunnars
Valbrandssonar, en Kormákur Dölluson systursonur skáldsins Steinars Sjóna-