Helgafell - 01.12.1942, Blaðsíða 51
HRINGSÓL UM KREML
329
ar sálir eiga í hlut. Honum leizt vel á
gamla manninn, augun undir gráu
hárflygsunum voru fjörleg og slóttug,
sá karl var varla skyni skroppinn.
Hann klappaÖi honum á þá öxlina, er
að honum sneri með annarri hendi, dró
víðan baug með hinni, og það ekki að-
eins einn baug, heldur marga, myndaði
hring eftir hring í loftinu og sagði með
áherzlu:
í kringum Kreml! . . .
Karl hallaði undir flatt til beggja
hliða, skáblíndi á gestinn, en skildi
hann ekki. En Símon Pétur gafst ekki
upp. Hann hélt áfram með hringina
og talaði við gamla manninn af fullri
sannfæringu og eins og bróður sinn:
í kringum Kreml — skilurðu það ekki,
gamli minn ? f kringum Kreml! Hring-
inn í kringum Kreml! Ekki ertu, vænti
ég, heyrnarsljór ? Fari bölvað sem þú
skilur ekki rússnesku ! Hringinn — um
— Kreml! ... Hringinn — um
Kreml! . . .
Eins og þegar ský dregur frá sólu,
veik skuggi skilningsleysisins á endan-
um úr augum gamla mannsins, og hið
sljóa augnaráð hvarf, augu hans urðu
á ný fjörleg og útsmogin, eins og þeim
var eðlilegt, himinlifandi tók hann að
sveifla handleggnum nákvæmlega eins
og Símon Pétur, lét í ljósi óhemju að-
dáun yfir málakunnáttu hans, tók í
taumana, hló og hristi höfuðið yfir
heimsku sjálfs sín og endurtók: Kreml,
jú-jú — Kreml! . . .
Túlkurinn, sem var tvíbreiður, en
lágvaxinn, ætlaði að grípa í taumana,
bókstaflega, og stöðva þetta óskiljan-
lega ferðalag, en yfirhöfuð Norðmann-
anna, sem hafði tvöfalda hæð á við
hann, en aðeins hálfa breidd, kom í
veg fyrir það.
So long! kallaði hann til Símonar og
veifaði hendinni — að því búnu sneri
hann sér að túlknum: Lofum honum
að skemmta sér. Ég ábyrgist manninn.
Honum er óhætt. Hann er Ijóðskáld !
Þannig bar það til, að Símon Pétur,
einn síns liðs, að næturlagi ók í átt-
ina til Kreml, sem er kastali úr dökk-
rauðum steini, aldurhniginn, miðstöð
margra atburða fyrr og síðar.
Orðin streymdu frá vörum Símonar,
nú þegar hann loksins hafði tekið tapp-
ann úr tunnunni. Óhófi þagnarinnar
fylgdi óhóf mælskunnar. Hann talaði
íslenzku með alls konar erlendum út-
úrdúrum og orðaskrauti, er hann hafði
tamið sér á skólaárunum og meðal jafn-
aldra, en það var sama, hvaða mál
hann mælti, vagnkarlinn sat á ská með
eyrað opið og hló og kinkaði kolli,
skildi hvert orð eða lézt skilja, og ef
Símon þagnaði, spjallaði hann rúss-
nesku af mikilli málsnilld, — og Símon
skildi hann! Hvílík unun, ofan á allar
norrænu erjurnar, — sem hann engan
áhuga hafði fyrir, — að heyra manns-
rödd, óspillta mannsrödd, ómengaða
skoðunum og þrætuglingri. Hvílfk un-
un, að hlusta á mann, sem maður
skildi til botns — án þess að skilja
nokkurt orð af því, sem hann sagði.