Helgafell - 01.12.1942, Page 51

Helgafell - 01.12.1942, Page 51
HRINGSÓL UM KREML 329 ar sálir eiga í hlut. Honum leizt vel á gamla manninn, augun undir gráu hárflygsunum voru fjörleg og slóttug, sá karl var varla skyni skroppinn. Hann klappaÖi honum á þá öxlina, er að honum sneri með annarri hendi, dró víðan baug með hinni, og það ekki að- eins einn baug, heldur marga, myndaði hring eftir hring í loftinu og sagði með áherzlu: í kringum Kreml! . . . Karl hallaði undir flatt til beggja hliða, skáblíndi á gestinn, en skildi hann ekki. En Símon Pétur gafst ekki upp. Hann hélt áfram með hringina og talaði við gamla manninn af fullri sannfæringu og eins og bróður sinn: í kringum Kreml — skilurðu það ekki, gamli minn ? f kringum Kreml! Hring- inn í kringum Kreml! Ekki ertu, vænti ég, heyrnarsljór ? Fari bölvað sem þú skilur ekki rússnesku ! Hringinn — um — Kreml! ... Hringinn — um Kreml! . . . Eins og þegar ský dregur frá sólu, veik skuggi skilningsleysisins á endan- um úr augum gamla mannsins, og hið sljóa augnaráð hvarf, augu hans urðu á ný fjörleg og útsmogin, eins og þeim var eðlilegt, himinlifandi tók hann að sveifla handleggnum nákvæmlega eins og Símon Pétur, lét í ljósi óhemju að- dáun yfir málakunnáttu hans, tók í taumana, hló og hristi höfuðið yfir heimsku sjálfs sín og endurtók: Kreml, jú-jú — Kreml! . . . Túlkurinn, sem var tvíbreiður, en lágvaxinn, ætlaði að grípa í taumana, bókstaflega, og stöðva þetta óskiljan- lega ferðalag, en yfirhöfuð Norðmann- anna, sem hafði tvöfalda hæð á við hann, en aðeins hálfa breidd, kom í veg fyrir það. So long! kallaði hann til Símonar og veifaði hendinni — að því búnu sneri hann sér að túlknum: Lofum honum að skemmta sér. Ég ábyrgist manninn. Honum er óhætt. Hann er Ijóðskáld ! Þannig bar það til, að Símon Pétur, einn síns liðs, að næturlagi ók í átt- ina til Kreml, sem er kastali úr dökk- rauðum steini, aldurhniginn, miðstöð margra atburða fyrr og síðar. Orðin streymdu frá vörum Símonar, nú þegar hann loksins hafði tekið tapp- ann úr tunnunni. Óhófi þagnarinnar fylgdi óhóf mælskunnar. Hann talaði íslenzku með alls konar erlendum út- úrdúrum og orðaskrauti, er hann hafði tamið sér á skólaárunum og meðal jafn- aldra, en það var sama, hvaða mál hann mælti, vagnkarlinn sat á ská með eyrað opið og hló og kinkaði kolli, skildi hvert orð eða lézt skilja, og ef Símon þagnaði, spjallaði hann rúss- nesku af mikilli málsnilld, — og Símon skildi hann! Hvílík unun, ofan á allar norrænu erjurnar, — sem hann engan áhuga hafði fyrir, — að heyra manns- rödd, óspillta mannsrödd, ómengaða skoðunum og þrætuglingri. Hvílfk un- un, að hlusta á mann, sem maður skildi til botns — án þess að skilja nokkurt orð af því, sem hann sagði.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.