Helgafell - 01.12.1942, Side 102

Helgafell - 01.12.1942, Side 102
372 HELGAFELL arvín. Drykkjarföng voru algengustu jólagjafirnar á þessum tímum. Mikið kapp var lagt á að brugga gott jólaöl. Var það heiður fyrir hvert heimili að hafa það sem bezt. Ölbruggun í Svíþjóð á sextándu öld. Fremst á myndinni sjást þrjú bruggkeröld, og aÖ baki þeirra er ölhituketillinn (Olaus Magnus, 1555). Lengi var setið yfir borðum á jóla- nóttina. Er það gömul hjátrú, að sá, sem fyrstur hættir þá að borða, muni deyja á árinu. Þegar máltíð var lokið, var ekki tekið af borðum, en þau látin standa dúkuð allt til þrettánda og jafn- an bætt við, þegar réttina ætlaði að þrjóta. Það átti jafnan að vera matur á borðum, ef gest bar að garði. Hann varð að neyta einhvers, til þess að hann ,,bæri ekki jólin út úr húsinu'*. Þá fengu konurnar einnig frí frá eld- hússtörfum, þar sem maturinn var eld- aður í einu til fjórtán daga. Þegar máltíð var lokið á jólanótt, fóru menn oft að reyna að fá vitneskju um, hvað mundi ske á hinu nýja ári. Til dæmis hverjir væru feigir, hvaða fólk mundi giptast á árinu, hvernig uppskeran mundi verða og svo fram- vegis. Margar aðferðir voru reyndar til þess að leita véfrétta, en algengast var þó að nota til þess jólakertin. Á þessum tímum þekktu Norður- landabúar ekki önnur ljóstæki, en kerti og lýsislampa, og aukin lýsing var því eitt hið helzta fyrirbrigði hátíð- anna. Á jolanott var kveikt á tveim- ur stórum kertum, húsbóndans og hús- móðurinnar. Heimilisfólkið safnaðist saman kringum kertin, og eftir því, hvernig skuggar þess féllu, mátti ráða örlög þess á árinu. Af öðrum ljós- brigðum mátti svo ráða ýmislegt ann- að. Margir töldu nú reyndar, að það væri ekki sæmandi kristnum mönnum að reyna að skyggnast á þennan hátt inn í leyndardóma framtíðarinnar. Það var heldur ekki alls kostar hættulaust, einkum er Ieið að aldamótum og galdratrúin tók að magnazt. Á sumum stöðum var það siður að láta ljós loga í peningshúsum á jóla- nóttina. Kvikfénaði var gefið betra fóður þá en endranær. Villidýr máttu heita friðuð yfir öll jólin. Var það mjög illa þolað, að nokkrar dýraveið- ar væru þá stundaðar. Sögn er til frá Noregi um, að björn hljóp úr híði á jólum. Gerði hann mikinn usla, en var þó ekki veiddur fyrr en daginn eftir þrettánda. Hefði það þó verið auðvelt, að því er sagt er. Á þriðja í jólum hófst svo hinn al- mennari hluti hátíðarinnar og stóð til þrettánda. Þá var mikið um heimsókn- ir meðal nágrannanna, og voru ýms- ar reglur um það, hvernig gestum skyldi fagnað. Það var siður í flestum sveitum, að fólkið kom saman til skiptis á bæjun- um til þess að skemmta sér. Var þá stærsta stofan rudd og þar dansað og leikið. Allir voru þar jafnir, húsbænd- ur og hjú. Þetta var kallað ,,Jóla- stofa“. Margir leikir, sem þá fóru fram, voru af heiðnum uppruna, svo sem ,,Jólahafurinn“, sem á rót sína að rekja til Þórsdýrkunarinnar. Maður kom inn í stofuna, klæddur sem líkast hafri, með horn á höfði og í hafur-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.