Helgafell - 01.12.1942, Síða 34

Helgafell - 01.12.1942, Síða 34
312 HELGAFELL ingar hinn fornfraega höfuðstað Sjálandskonunga. Á síðari öldum hefur Hleiðargarður í Hjaltastaðaþinghá verið kallaður Hleinargarður, en forn- bréf taka af skarið um hið upphaflega heiti þessa bæjar. Samnefndur hon- um er einn bær hér á landi: HleiðargarSur í EyjafirSi. Þar bjuggu við lok landnámsaldar eða litlu síSar Þorkell hinn svarti, sonur Þóris snepils, og kona hans Guðlaug, sonardóttir Helga hins magra. Ætt Guðlaugar er rakin upp til dönsku fornkonunganna, og báru náfrændur hennar sömu nöfn sem þeir: Faðirinn heitir Hrólfur, föðurbróðirinn Ingjaldur, en faðir þeirra Helgi. í þessari ætt hafa lifað sagnir um hina gömlu Hleiðargarðskonunga, og er þaS því líklega rétt hermt, að Helgi magri hafi ekki aðeins átt ætt að rekja til Gautlands heldur og til Sjálands. VerSur þá auðskýrt, hvers vegna Hleiðargarðsnöfnin tvö koma einmitt fyrir í landnámum hans og Una hins danska. Rauðholt og Snjóholt heita bæir tveir í landnámi Una. ViS nöfn þessi varð mér á að staldra, er ég blaðaði í jarðatalinu frá 1847. Svo er mál með vexti, að meðal 1000 bæja, sem þar eru taldir á svæðinu frá Laugalandi í Eyjafirði til Jökulsár í Lóni, finnast aðeins þrír ,,holt“-bæir. Af 1000 bæjum milli Jökulsár á Sólheimasandi og Þurár í Olfusi reyndust þeir á hinn bóg- inn rúmlega 70. Þetta gat naumast verið einleikið. AS vísu mátti gera ráS fyrir því, að landslag og gróSur hefði átt sinn drjúga þátt í upptöku holt-bæja- nafnanna, en munurinn milli landshlutanna var svo geypilegur, að annarra úrlausna varð einnig að leita. Ég minntist málsgreinar, sem varðaði aust- norræna heiðni. Hún er í Gotasögu og hljóðar svo: ,,Fyrir þann tíma og lengi eftir síðan trúðu menn á holt og á hauga, vé og stafgarða og á heiðin goS“. SvipuS skilgreining finnst einnig á vestnorrænni heiðni í hinum svo- nefnda Kristnirétti Sverris konungs: ,,Vér skulum eigi blóta heiðnar vættir og eigi heiðin goS né hauga né hörga“. Hér er átrúnaðar á holt ekki getið. Þess var heldur varla að vænta. Hinir fróðustu menn ætla greinina í Kristni- réttinum tekna úr Gulaþingslögum hinum fornu. Á þeim slóðum, þar sem þau giltu, eru undarlega sjaldséðir holt-bæir. Aftur á móti eru þeir afar út- breiddir í SvíþjóS og þó einkum í Vestra-Gautlandi. Smálöndum og Hallandi, sem var forndanskt Iand. í sögu íslands munu vera kunnir um 200 bæir meS slíkum nöfnum. í Landnámabók og Vatnsdæla sögu, sem er svo einkennilega auðug af minjum um austnorræna menningu, finnst frásögn, er veitir skýra bend- ingu um það, hvernig líta beri á holt-bæjanöfn heiðinna manna. HeiSur völva spáir Ingimundi og fóstbræðrum hans, Hrómundi og Grími, að þeir muni „byggja á því landi, er þá var ófundið vestur í hafi, en Ingimundur kveðst við því skyldu gera. Völvan kvað hann það eigi mundu mega og sagði það til jartegna, að hlutur mundi hverfa úr pússi hans og kvað hann þá mundu finna er hann græfi fyrir öndvegissúlum sínum. — Ingimundur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172

x

Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.