Tímarit Máls og menningar - 01.06.1965, Page 11
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR ‘ 26.ÁRG. • 1965
l.HEFTI • JÚNÍ
íslenzku handritin
Lífið sagan og tilvera þjóðanna eru leyndardómur, eins og upp-
sprettuvötnin. Hvað leiddi oss í þessa fjallabyggð? Hvaða hlutverki
er hver þjóð kölluð til að gegna, hví bera þær lífið á bál til að endur-
heimta það úr eldinum; ein af annarri fram á þennan dag? Og hvern-
ig tendrast upp af fórnum þeirra bjartur himinn, leiðarljós og draum-
ar? Og síðan kalla draumarnir oss aftur til sjálfra vor.
Fornhandrit íslands blika að nýju við dagsrönd, eru vœntanleg
heim úr sinni undarlegu sjóferð. Þau geyma leyndardóminn, ævin-
týri lands og þjóðar: skáldskapinn er varð lienni til upphefðar og lífs.
Hví tóku þau á sig þennan flœking og lwaða erindi eiga þau heim
aftur? Eitt sinn voru þau líf og Ijós í myrkum torfbæjum, lýstu síðan
í útlegð sinni upp himininn yfir norðrinu og urðu draumur saknandi
þjóðar og skáldum nýr liljómur á tungu og brimrót í blóði:
hvar sem ég fletti, við eyru mér ólguðu og sungu
uppsprettulindir og niðandi vötn minnar tungu.
Sagan flettir sínum blöðum, kveikir leiðarljós og knýr fram spurn-
ingar. Hver eru þessi fomu handrit sem vér fögnum sem lífi af lífi
voru? Hvert verður afl þeirra framvegis, hvaða hlutverki eiga þau
eftir að gegna? Verða þau aftur líf og Ijós með þjóðinni; falla þau
að nýju sem gróðurregn í þyrsta jörð? Verða þau enn til að bjarga
lífi voru úr eldinum? Vekja þau íslendinga til sjálfra sín?
Kr. E. A.
1 TMM
1