Tímarit Máls og menningar - 01.06.1965, Page 17
tslenzk vísindastarfsemi
ViStal við Þorbjörn Sigurgeirsson prófessor, forstöðumann
Eðlisfrœðistofnunar Háskólans
Tímarit Máls og menningar hefur hug á að birta oftar en verið hefur greinar
um vísindaleg efni og frásagnir af starfi vísindamanna hér á landi. Æfintýri
nútímans gerast í vísindum, og hver þjóð sem vill fylgjast með í þróuninni og
hlýða kalli tímans verður að afla sér vísindalegrar þekkingar og leggja sjálf
stund á vísindi. íslendingar eru þar skammt á veg komnir, en með eflingu Há-
skóla íslands, stofnun Vísindasjóðs og auknum skilningi stjómarvalda og al-
mennings á nauðsyn vísinda og verklegrar menningar eru loks að vaxa hér upp
vísindastofnanir og álitlegur hópur dugandi vísindamanna sem leysa af hendi
merkileg brautryðjendastörf.
Við beinum að þessu sinni athygli lesenda að Eðlisfræðistofnun Háskólans
en hún sýnir glöggt hvemig vísindastofnanir verða til hér á landi, ekki sam-
kvæmt fyrirfram gerðri áætlun né að frumkvæði hins opinbera, heldur fyrir af-
burða hæfileika, dugnað og ósérhlífni einstakra vísindamanna sem beita sér
fyrir ákveðnum framkvæmdum og knýja síðan að dyrum hjá Háskólanum, AI-
þingi og ríkisstjóm.
Eðlisfræðistofnunin er sem stendur til húsa á þrem stöðum í háskólahverfinu
og þar hafði ég tal af starfsmönnum hennar og lagði fyrir Þorbjöm Sigurgeirs-
son, forstöðumann stofnunarinnar, margar spumingar sem hann góðfúslega
6varaði og fer viðtalið við hann hér á eftir.
Kr. E. A.
Hvar stundaðir þú nám?
Ég lauk stúdentsprófi við stærðfræðideild Menntaskólans á Akureyri vorið
1937. Um haustið innritaðist ég í Kaupmannahafnarháskóla með eðlisfræði
sem aðalgrein. Þar var ég svo við nám sex vetur og lauk magisterprófi þaðan
vorið 1943. Að því loknu var ég nokkur ár við rannsóknarstörf í Svíþjóð og
Bandaríkjunum.
Hversvegna fórstu að lœra eðlisfrœði og hvaða hugmyndir gerðir þú þér
þá um vœntanlegt starf þitt?
Áhugi minn á eðlisfræði vaknaði þegar ég var í bamaskóla. Ég gekk í far-
skóla norður i Húnavatnssýslu, en þar var kennd eðlisfræði og því á ég að
þakka að ég tók að velta fyrir mér ýmsum vandamálum í sambandi við hegð-
un hluta og eiginleika vökva þegar á unga aldri.
7