Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1965, Qupperneq 19

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1965, Qupperneq 19
íslenzk vísindastarjsemi girnilegar til fróðleiks, en ég hafði ekki lengi dvalizt í Bandaríkjunum þegar kjamorkusprengjan var sprengd yfir Hírósíma og öllum varð ljóst hvað verið hafði að gerast í Bandaríkjunum á kjarnorkusviðinu meðan á styrjöldinni stóð. Þetta kom mér í vanda. Ég þóttist sjá að afstaðan til eðlisfræðirann- sókna myndi taka stakkaskiptum og þörfin fyrir eðlisfræðinga stóraukast. Ég fór því að efast um að það væri skynsamlegt af mér að leggja kjarneðlis- fræðina á hilluna, en hún hafði verið mín aðalgrein. Hinsvegar þótti mér leitt að bregðast því trausti sem mér hafði verið sýnt með styrkveitingunni. Það varð úr að ég afsalaði mér styrknum og fluttist frá Rockefellerstofnun- inni í Princeton að Princetonháskóla, en þar vann ég að eðlisfræðirannsókn- um hátt á annað ár með styrk frá Rannsóknaráði. Og getur þú sagt mér eitthvað frá störfum þínum í Bandaríkjunum? Hversu mikilvœgar rannsóknir þú fékkst við? Við Princetonháskólann vann ég að geimgeislarannsóknum. Það var um að ræða mælingar á aldri vissra geimgeislaagna, svokallaðra mesóna, þegar þær stöðvast í mismunandi efnum. Álitið var að agnir þessar stæðu í nánu sam- bandi við kjarnakraftana, sem halda saman ögnum atómkjarnans, en hegðun þeirra í léttum efnuin reyndist í engu samræmi við kenninguna. Skömmu síðar fannst svo önnur ögn, pí-mesónan, sem reyndist hafa til að bera flesta þá eiginleika sem kenningin um kjarnamesónuna hafði gert ráð fyrir, en sú kenning var upphaflega sett fram af japönskum eðlisfræðingi árið 1935, áður en nokkur mesóna hafði fundizt. Hvað starfaðir þú hér fyrstu árin, eftir að þú komst heim aftur? Þegar ég kom heim frá Bandaríkjunum haustið 1947 fór ég að kenna við Menntaskólann í Reykjavík og sama haust tók ég við kennslu við háskólann, eftir Steinþór Sigurðsson sem lézt af slysförum í Heklugosinu. Fyrstu árin vann ég aðallega við kennslu, þangað til ég var ráðinn framkvæmdastjóri Rannsóknaráðs ríkisins árið 1949. Voru ekki starfsskilyrðin hin ákjósanlegustu í Bandaríkjunum og mundir þú ekki hafa unnið vísindunum meira gagn en hér heima og sjálfum þér frœgð og frama? Hversvegna komstu heim frá Bandaríkjunum? Jú, starfsskilyrðin voru ágæt og ég hefði vissulega getað haldið áfram rann- sóknarstörfum í Bandaríkjunum. Um frægð og framavonir verður engu spáð, en ef eingöngu er miðað við þróun alþj óðavísinda hefði ég eflaust átt að starfa áfram í Bandaríkjunum. 9
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.