Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1965, Page 21

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1965, Page 21
íslenzk vísindastarjsemi Hvað vakti fyrir þér með því að koma hér upp segulmœlingastöð? Hafðir þú þá stœrri áform í huga? Viö undirbúning alþjóðlega jarðeðlisfræðiársins varð ég þess var, að er- lendis var mikill áhugi fyrir að segulmælingastöö yrði starfrækt á íslandi, a. m. k. meÖan á þessu rannsóknatímabili stæði, og varð það til þess að ég beitti mér fyrir því að koma upp slíkri stöð. Ég var þá farinn að fást við bergsegulmælingar, sem gefa til kynna hvernig segulsvið jarðar var á liðnum tímum og vildi því einnig fylgjast með núverandi breytingum þess. í upphafi var óráðið hvort mælingarnar stæðu lengur en hið alþjóðlega rannsóknatímabil frá miðju ári 1957 til ársloka 1958, en brátt skapaðist það mikill áhugi um þessar mælingar að ekki kom til greina að leggja þær niður. Nú hefur segulmælingastöðin fengið aukiÖ gildi með því að við hana hafa tengzt bæði norðurlj ósarannsóknir og j ónosferumælingar. Einnig hefur hún verkað hvetjandi við tilraunir með ný segulmælingatæki sem fram hafa fariÖ á vegum EðlisfræÖistofnunarinnar. Hvenær komu hér fyrst fram hugmyndir um rannsóknastofu í eðlisfrœði, og hver varð þróun þeirra mála? Það var Kjarnfræðanefnd íslands sem mest og bezt beitti sér fyrir að kom- ið yrði á fót rannsóknastofu til mælingar geislavirkra efna. Kjarnfræðanefnd- in var stofnuð á árinu 1956 og eitt fyrsta verkefni hennar var að gera tillögur um slíka rannsóknastofu. Þegar prófessorsembætti í eðlisfræði var stofnað við háskólann árið 1957 var prófessomum jafnframt falið að veita forstöðu rannsóknastofu til mæl- ingar geislavirkra efna, en úr því varð svo EÖlisfræÖistofnun Háskólans. Það hefur skipt verulegu máli fyrir vöxt og viðgang stofnunarinnar að starfsemi hennar hefur jafnan notið mikils skilnings hjá forstöðumönnum raforkumála hér á landi. Auk þess hefur stofnunin notið ríflegra styrkja erlendis frá. Hvaða verkefni hefur Eðlisfrœðistofnunin og hverjir starfa að þeim? Ég hef þegar nefnt segulmælingarnar. Þær hófust á vegum Rannsóknaráðs ríkisins, en fluttust til háskólans þegar Eðlisfræðistofnunin tók til starfa. Upphaflega var annars mest áherzla lögð á að koma upp tækjakosti til mæl- inga á geislavirkum efnum, en það var Páll Theodórsson, eðlisfræðingur, sem einkum vann að því. Hann hafði starfaö að svipuðum verkefnum við rannsóknastöðina í Risö í Danmörku, en kom heim snemma á árinu 1958 og hefur síðan unniö að mælingu geislavirkra efna við Eðlisfræðistofnunina. Við urðum að byrja á því að smíða mælitækin, þar sem handbært fé var af 11
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.