Tímarit Máls og menningar - 01.06.1965, Side 22
Tímarit Máls og menningar
skornum skammti, og kom sér þá vel að Páll hafði einmitt verið að kanna
nýjar leiðir í gerð slíkra mælitækja í Danmörku og hafði tekizt að smíða
tæki, sem var mun hentugra en þau sem áður höfðu þekkzt.
Við höfum mælt geislavirk efni í lofti og regnvatni síðan 1958. Á meðan
tilraunir voru gerðar með stórar kjamorkusprengjur var þetta nauðsynlegt
af öryggisástæðum, og það er fróðlegt að fylgjast með þessu ennþá þó að
mjög sé farið að draga úr geisluninni. Einnig eru nú mæld geislavirk efni í
matvælum, en þar eru þau mun þrálátari en í úrkomunni þar sem þau geym-
ast í jarðveginum.
Mikið hefur líka verið mælt af ýmsum geislavirkum efnrnn sem notuð hafa
verið við rannsóknir, bæði á vegum Eðlisfræðistofnunarinnar sjálfrar og
einnig annarra stofnana. Má þar nefna geislavirkt joð við mælingar á vatns-
rennsli í ám, vatnsleiðslum og neðanjarðaræðum, geislavirkt kolefni við mæl-
ingar á kolsýruvinnslu svifsins í sjónum og geislavirkan fosfór við áburðar-
tilraunir.
Þá fara einnig stöðugt fram mælingar á geislavirku vetni eða tritium í úr-
komu, yfirborðsvatni og uppsprettum, heitum og köldum. Mælingar þessar
eru gerðar til að kanna, hve lengi uppsprettuvatnið hefur dvalið neðanjarðar.
Þær eru nokkuð erfiðar í framkvæmd vegna þess hve lítið er af tritium í þessu
vatni.
Árið 1960 sótti Eðlisfræðistofnunin um styrk til Alþjóðakjarnorkumála-
stofnunarinnar til rannsókna á rennsli grunnvatns og var þá einkum haft í
huga rennsli heita jarðvatnsins. Styrkurinn var veittur og bætti það mjög
tækjakost stofnunarinnar við mælingar á geislavirkum efnum. Einnig feng-
um við mjög fullkominn massaspektrómeter til mælinga á ísótópahlutföllum
í vatni, en Bragi Árnason, efnafræðingur, sér um þær mælingar. Hér er um
að ræða að mæla þungavatnsinnihald í úrkomu, yfirborðsvatni og í heitum
og köldum uppsprettum. Tilgangurinn er einkum sá að finna hvaðan heita
vatnið kemur, en úrkoman hefur breytilegt þungavatnsinnihald eftir lands-
hlutum.
Á öðru starfsári stofnunarinnar var tekið að vinna að smíði tækis til segul-
mælinga, svokallaðs prótónu segulmælis, og vann Orn Garðarsson, rafmagns-
verkfræðingur, að smíði fyrsta tækisins. Rannsóknum á þessu sviði hefur ver-
ið haldið áfram og er ennþá unnið að endurbótum á þessari mælitækni.
Undanfarin tvö ár hefur dr. Þorstein Sæmundsson séð um rekstur segul-
mælingastöðvarinnar og úrvinnslu eldri gagna, svo að væntanlega verður
bráðum hægt að. gefa út skýrslu um niðurstöður mælinganna. Þá hefur Þor-
12