Tímarit Máls og menningar - 01.06.1965, Page 38
Tímarit Múls ug menningar
þeirri tilraun vegna raunveruleikans
í lífi spænsku þjóðarinnar, eins og
stúdentamir síðar lærðu meira á Gi-
braltar-kröfugöngunni en í háskólum
Frankós í mörg ár. Nú varð mennta-
mönnunum það ljóst, að til þess að
fjarlægja fasismann var nauðsynlegt
að stíga niður af Olymposf j alli
menntanna í duftið til stjórnmálabar-
áttunnar.
Sigur hins dauða Cid
Auðvitað verður að geta þess, að
evrópsku menntamennirnir, sem hin-
ir hlutlausu spænsku hugsuðir höfðu
jafnan goldið sinn toll, höfðu annað
viðhorf 1945 en 1870, 1920 og jafn-
vel 1939. Bertrand Russell, Joliot-
Curie, Thomas Mann og margir aðrir
höfðu viðurkennt að fasisminn, gyð-
ingaofsóknir og kj arnorkustyrj öld
voru hættur, sem allt mannkynið,
einnig lærðir menn og Nóbelsverð-
launahafar, var skyldugt að berjast
gegn. Það var farið að tala um bók-
menntir, list og hugsun í þágu þeirrar
baráttu. Úr sósíalska hluta Þýzka-
lands bárust fréttir af Brecht, komm-
únísku leikritaskáldi, sem talinn var
hollvættur 20. aldar leikhússins. Og
að lokum fóru evrópskir menntamenn
að skýrgreina spænska borgarastríð-
ið, þetta stríð, sem Ortega og Mar-
anon höfðu talið eiga orsakir sínar í
villimennsku spænsku þj óðarinnar,
þjóðar sem ekki væri fær um að
skilja sína menntamenn. Og brátt
skildi öll Evrópa að þetta stríð var
hetjuleg barátta spænskra verka-
manna til að verj a frelsi og menningu
spænsku þjóðarinnar og virðingu
fyrir mannréttindum.
Við athugun á þessum fyrirbærum
vekur ferill þessara fyrrum hlutlausu
menntamanna ekki lengur undrun.
Þegar hin spænska menntaæska 1950,
uppfrædd í fyrirlestrasölum ríkisins
og einka menntastofnunum hlutlausra
og ópólitískra menntamanna, ákvað
að gera menningarbaráttuna pólitíska
og fór út á götuna til verkamannanna,
lýðræðissinnanna, ólöglegu kommún-
istanna, sósíalista og anarkista til
þess að taka þátt í baráttunni gegn
þeim, hrundi hlutleysið og pólitíska
afstaðan, sem staðið hafði í nærri
öld, af menntamönnunum. Síðan hafa
nöfn þeirra staðið undir ávörpum
andspyrnuhreyfingarinnar og þeir
sameinuðust henni í baráttunni gegn
Frankó. Jafnvel Ortega y Gasset
gleymdi pólitískri villu sinni og tal-
aði á síðustu árum sínum gegn
„krúnurökuðum ösnum“ stjórnarinn-
ar. Minningu hans er heiður að því
að lík hans skyldi vinna pólitískan
sigur 1955, eins og Cid vann orrust-
una forðum dauður. En sú saga er
sögð, að liann hafi verið bundinn á
hest sinn eftir að hann var fallinn
sjálfur og skotið þannig fjandinönn-
unum slikan skelk í bringu að þeir
flýðu.
Þessa þróun spænsku menntamann-
28