Tímarit Máls og menningar - 01.06.1965, Blaðsíða 46
Guðbergur Bergsson
Hin útvalda
Dularfull fyrirbrigði veikja ekki vald né gildi hjartans ...
Einar Benediktsson.
ekkert
þögnin
engar hræringar bærðust með þjóðinni aðrar en jarðhræringar ekkert lífs-
mark
... engin stórmerki; enginn eldur í Oskju; hvorki Heklu- né Kötlugos; ekk-
ert nýtt Surtseyj argos; engar nýjar gjafabækur eða þjóðleg kvikmyndalist
um fræg, útkulnuð eldfjöll og skáld. Um langan aldur hafði enginn íslend-
ingur getið sér mikinn orðstír erlendis. Leiði og drungi hvíldi yfir þjóð, sem
var jafnvel orðin leið á leiða og víni, þótt hún héldi áfram þeim þrjózka vana
að koma árlega saman í júní og minnast fornra daga, þegar náttúruöflin sáu
henni fyrir andlegum þörfum: meðan hægt var að fljúga í góðu skyggni til
að skoða Heklugos, miðnætursól og hafís, eld í Oskju, gos í Surtsey, hlaup
í Grímsvötnum; en ef allt annað brást, þá hljóp Katla í skarðið og gaus af
veikum mætti. Ó, gullöld eldgosa! — þegar þrá landsmanna eftir stórum og
ennþá stærri gosum var svo heit og sterk, að hugarafl þeirra lyfti eldey úr
sæ: Surtsey, og allir höfðu nóg að starfa við að senda vinum erlendis nýrri
og fullkomnari póstkort af eldgosum. Nú var þessi gullöld liðin, en gullaldar-
bókmenntir hennar lifðu. í London-París-New York sátu íslandsvinir á gang-
stéttarkaffihúsum og lásu Heklubókina, Óskjubókina, Surtseyjarbókina,
Vatnajökulsbókina frá sér numdir af hrifningu: Eldgjá. Meginkvísl hraun-
straumsins stefnir suður. Á miðri mynd sést hvar hraunelfan vellur fram.
En nokkra hríð höfðu ýmsir smáatburðir svifið inn í gufuhvolf þjóðar-
innar eins og sægur loftsteina, þó var ómögulegt að reikna út nákvæmlega,
hvar nýjum stórviðburði mundi slá niður; en að því hlaut að reka. Mörg
skáld höfðu fyrirfram ort um hann kvæði, og bækur um atburðinn biðu þess
hjá útgefendum, að atburðurinn gerðist.
Þegar að því rak hafði hjónaband Sveins og Katrínar staðið óslitið, með
ýmsum meinlausum frávikum, í tæpan aldarfjórðung. Um og eftir hjóna-
36