Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1965, Side 50

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1965, Side 50
Tímarit Máls og menningar olnbogum, lét fallast örmagna djúpt í fiðursængina og sló sundur gæsalöpp- unum. Augun syntu í votum hvörmum, munnurinn herptist, og Sveinn undir- bjó líkama hennar af kostgæfni og ætlaöi sér loksins einhvern unað innan gæsalappa. En þegar limur hans stóð innan gæsalappa varð hann fyrir snöggu raflosti, sem kastaði honum á bakið. Hunzkastu þá í frystihúsið, sagði hún. Kannski kanntu betur til verka þar. Sveinn andvarpaði með þungan hjartslátt, ruglaður í höfði og máttvana í hnéskeljunum, og hugsaði með sjálfum sér þótt hann segði ekkert: þetta hafa verið taugaviðbrögð, ég var of yfirspenntur. Mánuðir liðu, og á þeim tíma höfðu raflost lamað líkamsþrek hans svo gersamlega, að hann treysti varla fótunum til að standa við flökun, hann trúði vinnufélögum sínum, þegar þeir sögðu, að kerlingin væri að ganga af honum dauðum í rúminu, og því væri bezt að losna við hana. Mitt í páskahrotunni varð Katrín veik. Og af því að mikil næturvinna var framundan reiddist Sveinn veikindunum, sem hann áleit vera uppgerð sér til bölvunar. Ég læt bara sækja ljósmóðurina handa þér, sagði hann, og lét ekki þar við standa, heldur framkvæmdi hótanir um að gjalda henni niðurlægingu með niðurlægingu. En ljósmóðirin sá hvers kyns var, hitaði vatn í kartöflupottin- um, þrýsti hnefa ofarlega á kviðarholið, sprautaði vökva í læri Katrínar til að herða sóttina og skipaði henni að skríða á hnj ám og olnbogum fram og aftur um rúmasamstæðuna. Að því loknu drakk Katrín fullan hitabrúsa af sitrónu- tei. Með öllu þessu jukust hríðirnar, og ljósmóðirin þrýsti báðum hnefum á bringubeinið aðvísandi að grindinni, sem hún hafði alltaf haft of þrönga. Hún þrýsti í fimmta sinn þegar kúla á stærð við tvíblóma hænuegg skauzt af miklu afli í fótagaflinn. Þar ætlaði ljósmóðirin að grípa kúluna, sem hún hélt vera æxli, sem losnað hefði úr móðurlífi við þrýstinginn, en fékk heiftar- legt raflost í fingurgómana, sem samstundis urðu kolsvartir. Þá þreif hún handklæði, ekki af baki dottin enda öllu vön, reyndi að sópa kúlunni úr rúm- fatabeðjunni niður í koppinn til að kæla hana, en kúlan skauzt undan högg- um hennar, hoppaði um rúmbríkurnar með ærandi hljóði og faldi sig í ljósa- krónunni. Þá gafst ljósmóðirin hreinlega upp og hringdi í Eðlisfræðistofnun fslands, greindi forráðamönnum hennar lauslega frá útliti og frávirkniseigin- leikum kúlunnar, sérfræðingarnir könnuðust ekki við fyrirbrigðið, en vissu að sumir málmar eru gæddir vissri fælni, og þess vegna komu þeir á vett- vang ásamt fæðingalækni og nálguðust kúluna í ljósakrónunni með tækjum sínum og tókst að hrekja hana niður í rúmið. Þeir störfuðu allan daginn, og 40
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.