Tímarit Máls og menningar - 01.06.1965, Síða 53
John Millington Synge
Helreið
(Riders to the Sea)
PERSÓNUR:
maurya, roskin kona . bartley, sonur hennar
cathleen, dóltir hennar . nora, yngri dóttir hennar
Karlar og konur.
Leikurinn gerist á eyju undan vesturströnd írlands. Sviðið er eldhús
í koti nokkru: fiskinet, olíuföt, rokkur, fáein ný borð, sem rísa upp við
vegginn, og svo framvegis.
Cathleen, stúlka um tvítugt, lýkur við að hnoða brauðdeig, lætur það
í pottinn í hlóðunum, þurrkar sér um hendumar og fer að spinna.
Nora, kornung stúlka, stingur höfðinu inn um dyragættina.
NORA (lágri röddu): Hvar er hún?
CATHLEEN: Hún lagÖi sig, guði sé lof, og ætlaði að sofna ef hún gæti.
(Nora stiklar inn, tekur fram böggul undan sjali sínu).
CATHLEEN (þeytir rokkinn): Hvað ertu með?
NORA: Ungi presturinn var að koma með það. Það er skyrta og sléttur sokkur
af líki, sem rak á land í Donegal.
(Cathleen stöðvar rokkinn snögglega og leggur eyrun betur
við).
nora: Við eigum að skoða, hvort það er af Michael, Calhleen, einhverntíma
þegar hún fer út að gá meðfram sjónum.
cathleen: Hvernig ætti það að geta verið af Michael, Nora? Hvernig ætti
hann að hafa borizt alla þá löngu leið þarna norður eftir?
nora: Ungi presturinn segist vita dæmi til slíks. „Ef það er af Michael“,
segir hann, „þá geturðu sagt henni að hann hafi fengið heiðarlega jarðar-
för fyrir guðs miskunn, og ef það er ekki af honum, þá láttu engan segja
orð um það, því annars kallar hún dauðann yfir sig“, segir hann, „með
gráti og kveinan“.
(Dyrnar, sem Nora lokaði óvandlega, opnast fyrir vindgusti).
43