Tímarit Máls og menningar - 01.06.1965, Qupperneq 58
Timarit Máls og menningar
CATHLEEN (lágt): Herrann líkni okkur, Nora! En er ekki nokkuð erfitt að
fullyrða það séu áreiðanlega fötin hans?
nora: Eg tek skyrtuna hans af snaganum, svo við getum borið efnið í þeim
saman. (Hún leitar í fötum, sem hanga í einu horninu). Hún er hélr ekki,
Cathleen, og hvar gæti hún verið?
cathleen : Eg held Bartley hafi farið í hana í morgun, því hans eigin skyrta
var öll storkin af salti. (Bendir í hornið). Það er þarna ermi úr sama efni.
Fáðu mér hana, það dugar.
(Nora kemur með ermina, og þœr bera hana saman við skyrt-
una).
cathleen: Það er sama efnið, Nora; en þó það sé, eru þá ekki margir
strangar af því í búðunum í Galway, og eins og það geti ekki margir
gengið í skyrtu úr þessu efni alveg eins og Michael?
nora (hefur tekið sokkinn og farið að telja lykkjurnar,hátt): Það er Michael,
Cathleen, það er Michael, guð veri sál hans náðugur, og hvað segir hún nú,
þegar hún heyrir þessa sögu, og Bartley á sjónum?
cathleen (tekur sokkinn): Þetta er sléttur sokkur.
nora: Þetta er annar af þriðja parinu, sem ég prjónaði, og ég fitjaði upp
sextíu lykkjur, og tók fjórar úr.
cathleen (telur lykkjurnar): Það er einmitt lykkjufjöldinn. (Með harms-
hreimi): Ó, Nora, er ekki skelfilegt að hugsa til þess, hvemig hann hefur
rekið þessa löngu leið norður, og enginn til að kveða yfir honum nema
svörtu nornirnar sem fljúga yfir hafinu?
nora (snýr sér í hring, teygir út höndina og leggur lófann á fötin): Og er
það ekki hörmulegt, þegar ekkert er eftir af manni sem var mikill ræðari
og fiskimaður, annað en slitur af gamalli skyrtu og sléttur sokkur?
(Örstutt þögn).
CATHLEEn: Segðu mér, er hún að koma, Nora? Ég heyri eitthvert hljóð
á stígnum.
NORA (lítur út): Það er hún, Cathleen. Hún er komin heimundir dyr.
CATHLEEN: Stingdu bögglinum undan áður en hún kemur inn. Kannski er
henni rórra að hafa gefið Bartley blessun sína, og við látum sem við höfum
ekki frétt neitt, meðan hann er á sjónum.
NORA (hjálpar Cathleen að ganga frá bögglinum): Við skulum láta hann
þarna í hornið.
(Þœr láta böggulinn í hornið hjá skorsteininum. Cathleen
gengur aftur að rokknum).
48