Tímarit Máls og menningar - 01.06.1965, Síða 61
Helreið
segli, og draup vatn innan úr því — það var þurrviðri, Nora — og gerði
slóð heim að dyrum.
(Hún þagnar aftur og teygir höndina í átt til dyra. Þœr opnast
hljóðlega, og gamlar konur byrja að tínast inn. Þœr signa
sig á þröskuldinum, krjúpa síðan framsviðs, með rauð milli-
pils yfir höfðinu.
maurya (við Calhleen, hálfvegis í draumij: Er það Patch, eða Michael, eða
hvað er þetta eiginlega?
cathleen : Michael hefur fundizt lengst í norðri, og fyrst hann hefur fundizt
þar, hvernig gæti hann þá verið hér á þessum stað?
maurya: Það er fjöldinn allur af ungum mönnum á reki um sjóinn, og
hvernig ættu þeir að vita hvort það væri Michael eða einhver annar maður
líkur honum, því sá sem hefur verið níu daga í sjónum og í blásandi
vindum, það gerir ekki betur en hans eigin móðir þekki hann.
CAThleen: Það er Michael, guð veri með honum, því þeir voru að senda
okkur af fötunum hans þarna lengst að norðan.
(Hún teygir höndina eftir bögglinum og réttir Mauryu hann.
Maurya stendur hægl upp og tekur við honum. Nora horfir
út).
NORA: Þeir bera eitthvað milli sín, og það drýpur úr því vatn og myndar
slóð hjá stóru steinunum.
cathleen (hvíslandi að konunum sem hafa komið inn): Er það Bartley,
er það?
EIN konan : Svo sannarlega er það hann, guð friði sál hans.
(Tvær yngri konur koma inn og gera borðið til reiðu. Karl-
mennirnir koma inn með lík Bartleys á planka, segldúkur
breiddur yfir, og leggja það á borðið).
cathleen (við konurnar, á meðan): Hvernig drukknaði hann?
ein konan: Gráa trippið hnykkti honum út í sjóinn, og honum skolaði út
þangað sem brimið súgar um hvítu klettana.
(Maurya hefur gengið að borðinu og kropið niður við enda
þess. Konurnar söngla lágt og róa sér með hœgum hreyfing-
um. Cathleen og Nora krjúpa við hinn enda borðsins, en karl-
mennirnir nœr dyrum).
MAURYA (lyftir höfði og talar eins og hún sjái ekki fólkið umhverfis sig):'
Nú eru þeir allir farnir, og nú getur hafið ekki sakað mig framar ...
Ekkert kallar mig héðan af til að sitja uppi með gráti og fyrirbænum
51