Tímarit Máls og menningar - 01.06.1965, Side 68
Tímarit Máls og menningar
að þjóðir mundu þjóna honum og lýSir lúta honum. Hann mundi sigra
heiminn.
Og þegar ég leit á son minn, sem bæklaSur var, fylltist hjarta mitt hryggS
og ég hugsaSi: „Sannarlega þarfnast þessi blessunar föSur síns.“ Fyrir
stundu hafSi ég boSiS heiminum byrginn. Nú vildi ég bægja honum frá. Og
mig langaSi til aS falla á kné fyrir öllum lýSum og biSja: „SæriS hvorki
hjarta hans né hinn visna fót.“
Ég gat ekki gert upp á milli sona minna. Og hvern dag ákallaSi ég Drott-
in og hverja páskanótt titraSi ég af ótta, því aS blóSi var ekki roSiS á dyra-
stafi mína og dyratré húss míns var grátt eins og eySimörkin. Og synir mínir
uxu upp í húsi mínu og léku sér í brennandi sólhita dagsins í grænum garSi
útskúfunarinnar. Og enn biSum viS úrskurSar Drottins.
Og einu sinni voru synir mínir aS leik. Sá, er bæklaSur var, sat á jörSinni
og hvíldi visinn fótinn. Hann tók upp gráan stein og sagSi viS bróSur sinn:
„Ég ætla aS gera hann fallegan. Ég ætla aS lita hann rauSan.“ „Ger þú þaS,“
sagSi LróSir hans. Og sonur minn litaSi steininn rauSan. Þá horfSi hann á
steininn dapur í bragSi og sagSi: „En hann verSur alltaf grár aS innan.“
BróSir hans tók hamar og reiddi til höggs. Hann braut steininn í smátt og
sárin ginu grá allt umhverfis þá. Og sonur minn, sem heilbrigSur var, hnykkti
til höfSinu og hló upp í himininn. SíSan benti hann á sallann og sagSi: „Nú
geturð'u litaS allt rautt.“ En sonur minn meS visna fótinn fór aS gráta, því
hann fann til meS steininum.
Og er ég horfSi á leik þeirra fylltist hjarta mitt fögnuSi. í auSmýkt féll
ég á kné og ég sagSi: „Drottinn, þú hefur veriS mér miskunnsamur.“
I nótt mun hinn útvaldi lýSur slátra lambinu, steikja og eta. RauSu blóSi
verSur ekki roSiS á dyrastafi mína og dyratré mitt verSur grátt eins og eySi-
mörkin. Ekki er hús mitt hreint, en hjarta mitt mun ekki framar titra af ótta.
53