Tímarit Máls og menningar - 01.06.1965, Page 95
I’að mun ekki leika á tveim tung-
um, að enginn hlutur í jörðu né á
hefur vakið hugmyndaflug ólíkleg-
ustu íslendinga með sliku offorsi og
Skálholtsstaður. En flestir unnendur
hans virðast vera á einu máli um
það, að þar eigi allar byggingar og
stofnanir að vera „kristilegar“. Það
hefur þegar verið reist kirkja á staðn-
um, og kafnar að sjálfsögðu ekki
undir sínu kristna nafni, ennfremur
íbúðarhús — raunar veit enginn yfir
hvern það var byggt. Þegar ég kom
þar fyrir nokkrum árum var kross-
mark og eins konar kapella í borð-
salnum í kjallaranum — svo að
kristilegt getur þetta íbúðarhús sos-
um kallast, en hverjum ætlað er að
matast í þeim borðsal eða hvort þar
skuli aðeins meðtekin heilög kvöld-
máltíð, það er mér hulin ráðgáta. En
nú snjóar niður hugmyndunum um
Skálholtsstað: Þar skal reisa kristi-
legan lýðháskóla. (Biskupinn hefur
víst tekið fyrstu skóflustunguna í
grunninum). Þar skal reisa kristilegt
„pastoral-seminarium“, segir séra
Jakob Jónsson — og hann veit áreið-
anlega hvað það þýðir. Það á að
byggja kristilegan menntaskóla i
Skálholti, segir Benjamín Eiríksson,
bankastjóri Framkvæmdabankans.
Það verður að stofna þar kristilega
prentsmiðju, segir Benjamín Eiríks-
son, tekjuöflunarstjóri Skálholtssöfn-
unar. Það verður að stofna kristilega
bókhlöðu til þess að geyma í hið
Vort Ijörmikla þjóðkirkjulíf
sannkristna safn Kára kaupmanns,
sem biskupinn keypti í skuld fyrir
hálfa fjórðu milljón króna. Og þá er
ég illa svikinn ef ekki þarf að reisa í
Skálholti kristilegt bankaútibú, enda
beinlínis ósæmilegt að standa að baki
Rómaborg, þar sem kollega Benja-
míns Eiríkssonar, Heilagur andi, rek-
ur svo djörf bankaviðskipti, að hann
keypti ferðatékk af Vilhjálmi Þ.
Gíslasyni. (Sbr. ferðasögu útvarps-
stjóra í Ríkisútvarpinu á páskadag
síðastliðinn.)
Eftir að biskupinn yfir íslandi
liafði tekið við hjúskapar- og kyn-
ferðismálum islenzku þjóðarinnar úr
hendi síns lénsherra, Hannesar Jóns-
sonar félagsfræðings, eftir að afláts-
bréf til kaupa á Kárasafni höfðu ver-
ið út gefin og kristilegum skattsvik-
urum bent á örugga sáluhjálparleið í
því sambandi, tilkynnti biskupinn
blaðamönnum höfuðstaðarins þá ætl-
un að fjölga biskupum íslands um
tvo. Skyldi biskupsstóll vera í Reykja-
vík sem áður, en einn biskup á Hól-
um og einn í Skálholti.
Mér er engin launung á því, að ég
varð dálítið dapur í geði þegar ég
las þessa tillögu biskups vors um
framtíðarþróun íslenzkra kirkjumála
og uppbyggingu Skálholtsstaðar.
Satt að segja hafði ég búizt við ris-
meiri og stórtækari tillögum frá hans
hendi. Að vísu viknaði ég lítið eitt
við þegar hann lýsti því yfir, að hinir
þrír biskupar skyldu allir hafa sama
85