Tímarit Máls og menningar - 01.06.1965, Qupperneq 97
Umsagnir um bækur
Sannar myndir
Fyrir síðustu jól sendi húsfreyja norður við
Mývatn, Jakobína Sigurðardóttir, frá sér
átta smásögur athyglisverðar.1 Fjórum ár-
um áður hafði Jakobína gefið út Kvœði, 7
arkir að stærð, þrungin skaphita, ættjarðar-
ást og baráttuhug fyrir mannréttindum og
frelsi, en um leið með ósviknum hagleiks-
blæ.
Sögur þessar eru með sömu einkennum
og kvæðin og standa þeim síður en svo að
haki í heild, þó að misjafnar séu að gæð-
um. Beztu kostir þeirra eru næmleiki og
skilningur á viðbrögðum fólks í lífsins leik
og tilfinninga túlkun, sem snertir lesand-
ann ósjaldan djúpt og fyllir hann samúð
með persónunum. Jakobína gerþekkir oft-
ast það, sem hún skrifar um. Samtöl eru
víðast eðlileg. Hún kann jafn vel að leggja
orð í munn blindri öldurkonu sem hús-
freyjunni ungu, rótgrónum óðalsbónda í
sveit eins og sjómanni, nýkomntim heim úr
veiðiför til konu og bama.
Skal nú litið á einstakar sögur. Hin
fyrsta heitir Þessi blessaða þjóð og fjallar
um andstæður gamals og nýs tíma, er
augnabliksmynd af sveitaheimili um sum-
ardag, þegar ungan gest á vegum Rann-
sóknarstofu Háskólans ber að garði, en
hann á að taka heysýnishom hjá bónda,
sem kemur inn til hádegisverður frá að
bjástra árangurslaust við bilaðan súgþurrk-
unarmótor. Húsfreyjan gengur um beina,
en amman, blind að mestu, reynir að
1 Jakobína Sigurðardóttir: Púnktur á
skökkum stað. Heimskringla, 1964. 137
bls.
hjáipa til við uppþvott og barnagæzlu. Sam-
tal hjónanna og gestsins er um vandamál
véla og annríkis, þar eð hálfþurrt heyið i
hlöðunni liggur undir skemmdum vegna
vöntunar á blæstri, og slægjan á túninu
þarfnast snúnings, en enginn til að annast
hana: bóndinn á kafi í vélarviðgerð, hús-
freyja vanfær, bömin of ung til að geta
hjálpað, en gamla konan blind. Hún er
með allan hugann við liðinn tíma og ræðir
ýmist um ágæti afa og ömmusystur gests-
ins eða hún vitnar í ljóðmæli Jónasar og
Stephans G., en á hvoru tveggja virðist
unga kynslóðin vita jafnlítil deili — sönn
mynd, en átakanleg af djúpi því, sem stað-
festst hefur milli kynslóðanna, er skilur
nú tæpast hvor aðra: Onnur lifir í horfinni
veröld skáldskapar og hugsjóna, hin á ofsa-
hraðri ferð inn í nýja tíð vélveldis og raun-
sæi, en getur ekki snúið við, þó að hún feg-
in vildi.
í annarri sögu bókarinnar Stellu, þar sem
greinir frá hjónabandsárekstrum, er sýnt
annars konar djúp eða fjarlægð milli and-
stæðna. Ef til vill mætti frekar nefna það
múr, sem aðskilur persónumar, skilrúm,
er lokar draum frá vemleika. Vöntun sam-
stillingar og gagnkvæms skilnings meðal
hjónanna veldur ógæfunni. Og fyrir bragð-
ið eru þau jafnfjarlæg hvort öðm, þó að
heim sé kominn sem þá hann var á sjónum.
Þau húa í bragga, hann er óbreyttur háseti,
hún alltaf ólétt — og kennir honum um fá-
tæktina og baslið, fyrst hann lét ógert að
afla sér réttinda til betur launaðrar stöðu.
En rætur ósamþykkisins ná þó dýpra. Þær
eru sálræns eðlis, einstaklingsbundnar. Hér
er vel á efninu haldið og af nærfæmi túlk-
uð hin misræmu sjónarmið.
87