Tímarit Máls og menningar - 01.06.1965, Síða 103
hans (sem sleppir þó aftan af frásögninni)
en á undan hefur hann (J. H.) sex kvið-
linga og eru fjórir þeirra síðar í útg. J. S.
— Ur þessu skiljast leiðir að mestu enda
verður þá viðfangsefnið allt annað, J. H.
heidur áfrant nteð fornkvæði, en í hinu rit-
inu taka brált við afmorskvæði og síðan
vikivakakvæði.
Munurinn á útgáfutækni þeirra nafna í
þessum tveim ritverkum er ekki eins mikill
og ætla mætti þar sem höfuðtilgangur er
ólíkur. Aðalmunur textanna sjálfra er slaf-
setningarmunur. Jón Heigason fylgir staf-
setningu handritanna sjálfra eins vand-
lega og unnt er, en J. S. lætur prenta með
nútíðarstafsetningu með einstaka frávik-
um (t. d. kall og kelling, so fyrir svo í sam-
ræmi við handrit). Báðir eru svo smásmug-
ulir í athugasemdum um ástand textanna
að frábært er og er fróðlegt að bera saman
þá texta sem sameiginlegir eru, en varla
kemur fyrir að þá greini á. Aðstaðan hef-
ur þó verið ójöfn þar sem J. S. hefur getað
sluðzt við útgáfu nafna síns.
Útgáfa Jóns Samsonarsonar er að því
leyti frábrugðin flestöllum alþýðuútgáfum
seinni ára af fornsögum og kvæðum að
hann lætur sér nær aldrei líka annað en
handritin sjálf ef þau eru til, og á eftir
hverju kvæði, hverri stöku, viðlagi eða stefi
er tilgreint handritið, skrifari ef kunnur er,
ártal ef víst er, annars öld (með meiri eða
minni vissu) og oft er bætt við meiri grein-
argerð um handrit eða kveðskap. Allar eru
athugasemdir og greinargerðir með smærra
letri en meginmálið og fer merkilega vel
á þessu fyrirkomulagi þótt ekki dyljist að
óprýði er að því og mundi margur hafa
kosið að öllu hefði verið sópað saman aft-
ast í ritverkinu.
Meðal prentaðra bóka sem J. S. hefur
tekið kveðskap upp úr ber mest á Vísna-
bókinni frá 1612, auk þess eru nokkur við-
lög úr Andlegum psálmum og kvæðum
Umsagnir um bœhur
Hallgríms Péturssonar (Hólum 1773), en
eins og áður segir er hér nær undantekn-
ingarlaust farið eftir handritunum sjálfum
þegar þeirra er kostur. I útg. er ekki skrá
eða yfirlit um þau handrit sem brúkuð hafa
verið. Þau ná yfir langt límabil (eins og
líka kveðskapurinn sjálfur þótt ekki stand-
ist þau tímabil á); elztu uppskriftir eru
frá síðara hluta 15du aldar og sú yngsta
frá því í fyrra (verk útgefanda sjálfs sem
skrifaði eftir nærri níræðum manni, sjá II
2S3). En langflestar eru frá 17du, 18du og
19du öld. Kveðskapurinn spannar einnig
sex aldir, 13du til 18du aldar (hér um bil
1200—1800), en vant er að vita hver öldin
hefur þar lagt mest af mörkum.
Útgefandi getur þess í eftirmála að oft
só örðugt að ákveða hvaða handriti beri að
prenta eftir þegar kvæði hefur gengið í
handritum, en reynt Iiafi verið að „velja
það handrit hverju sinni sem varðveitti rétt-
astan texta, en rannsókn á handritum
kvæða írá 17. og 18. öld er svo skammt á
veg komin, að ekki þarf að búast við, að
það hafi ætíð tekizt. Stundum má með
nokkru öryggi leiðrétta texta með því að
taka upp leshætti úr öðrum handritum, en
það verður ekki gert án þess að á undan
fari vísindaleg útgáfa með nákvæmri hand-
ritaflokkun og orðamun“ (bls. ccxli—
ccxlii). Áður hefur hann vikið að því í for-
mála að tilfinnanlega skorti vísindalega
heildarútgáfu vikivakakvæða og afmors-
kvæða (ásamt brotum og smælki).
Inngangurinn heitir lslenzkir dansleikir
og her það nafn með réttu. Undir lokin
lætur útgeíandi svo um mælt: „Ileimildir
um íslenzka kvæðadansleiki eru dreifðar
og hafa sumar verið óprentaðar, þótt þær
hafi verið notaðar við lýsingu leikjanna.
En hér er svo margt óvíst, að ekki þótti
fyllilega heiðarlegt að láta prenta kvæðin
án þess að leggja jafnframt fram þær heim-
ildir sem kunnar eru um leikina og samband
93