Tímarit Máls og menningar - 01.06.1965, Side 112
Erlend tímarit
Stríðið í Rússlandi
Um síðustu áramót kom út í Bretlandi og
Bandaríkjunum bók um stríðið í Rúss-
landi: Russia at tUar, ejtir brezka rithöf-
undinn og blaSamanninn víðkunna, Alex-
ander Werth. Bók þessi hejur þegar getiS
sér miklar vinsœldir, enda er höfundurinn
flestum vestrœnum rithöfundum betur bú-
inn til að fjalla um efniS, þar sem hann
dvaldist öll striðsárin í Sovétrikjunum sem
fréttaritari enskra blaða og útvarps. Um
þessar mundir eru tuttugu ár liðin frá
stríðslokum, og þrátt fyrir allt sem á hejur
gengið síðan eru þeir margir sem viður-
kenna að örlagaríkustu orustur striðsins
voru háðar á sléttum Rússlands; athygli
sú sem bók Werths hefur vakið sannar að
enn er ekki útdauður mcð vestrœnum þjóð-
um áhuginn á þeim tíma þegar Sovétríkin
urðu bjargvættur vestrœnnar menningar.
Ymsir munu auk þess geta samsinnt þeirri
skoðun höfundarins að erfitt sé að skilja
marga mikilvœgustu atburði síðustu ára ef
maður þekkir ekki stórkostlega sögu hins
sovézka varnarstríðs gegn Hitler. Grein þá
sem hér er birt ritaði Alexander Werth í
tímaritið New Times, 14. apríl s.l.
Fyrir skömmu fékk ég bréf frá útgefanda
mínum í London, og þar stóðu þessi orð:
,.Mér þykir leitt að þurfa að segja (þó það
hafi naumast komið mér á óvart) að Gri-
baljo í Madrid œtlar ekki að gefa út Russia
at War á Spáni. Ritskoðun Franeos hefur
bannað bókina. Spænska þýðingin verður
því gefin út í Mexico.“
Þetta kom mér ekki heldur á óvart. Forn-
vinur Ifitlers, Franco hershöfðingi mundi
vurla kæra sig um að þegnar hans, sem
verða honum sífellt óviðráðanlegri, séu
minntir á það hvernig voldugasta og ægi-
legasta fasistavél heimsins — Þýzkaland
nazista — var molað í sundur af her og al-
þýðu Sovétríkjanna, eða að þeim sé skýrt
frá þeirri takmarkalausu þakklætisskuld
sem hinn „frjálsi heimur“ (sem Franco vill
teljast til) á Sovétríkjunum að gjalda.
Sjálfur Churchill viðurkenndi einusinni ár-
ið 1944, þegar einhver óvenjuleg sanngirni
náði valdi á honum, að Sovétherinn hefði
sargað í sundur ása hinnar þýzku hervélar.
Eg vann fjögur ár að þessari 1100 blað-
síðna bók, sem ég byggði að nokkru á fjall-
háum hlöðum minnisbóka og dagbóka sem
ég ritaði í Sovétríkjunum á stríðsárunum,
og að nokkru á þeim mjög mikilsverðu
prentuðu heimildum sem komið hafa út í
Sovévtríkjunum síðan 20. flokksþingið var
haldið. Auðvitað hef ég líka notað bæði
þýzkar og aðrar vestrænar heimildir og alls-
konar diplómatísk skjöl sem komið hafa
út jafnt í Sovétríkjunum og vestrænum
löndum. Ég hygg að verðmætustu heimild-
irnar sem Þýzkaland leggur til sögu stríðs-
ins í Rússlandi séu skýrslurnar frá Niirn-
berg!
Það var stórkostleg reynsla að rita þessa
bók. Ég endurlifði nærri hvem dag þessara
fjögurra stríðsára í Sovétríkjunum, sem
voru ógleymanlegasta tímabil ævi minnar.
Já ég man árið 1941. Það var hræðilegt
ár. Eg man að ég flaug frá London til
Hjaltlands 2. júlí, og þaðan með Catalina-
102