Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1965, Page 115

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1965, Page 115
Erlend tímarit fót. Ég gat ekki þolað að' horfa á þessa Þjóðverja meira en vikutíma, og sótti um að verða flutt aftur til Leníngrad. Þetta var kannski heimskulegt, en svona voru til- finningar okkar. Við höfðum orðið að þola of mikið.“ Það er svo margs að minnast, ég veit ekki hvað á að telja næst. Jú, „Svarta sumarið“ 1942, með ósigrinum við Kharkov og falli Sevastopol eftir 250 daga vöm, sem var á sína vísu jafn hetjuleg og hörkuleg eins og vörn Leníngrad. „Svarta sumarið" var rétt- nefni: Þjóðverjar sóttu stöðugt fram til Stalíngrad, jafnvel eftir að Stalín hafði gef- ið út dagskipunina um að ekki skyldi „iiörfað um eitt fótmál" eftir fall Rostov og Novotsérkask. Þeir ruddust í gegnum Kú- ban og sóttu langt inn í Kákasus. Landa- bréfið leit dapurlega út og tilkynningamar ekki síður: „Sveitir okkar hafa yfirgefið Rostov, Novotsérkask, Krasnodar." Og svo virtust þeir loksins hafa verið stöðvaðir: nú voru þeir í Mozdok, Mozdok, Mozdok, vikum saman, síðan mánuðum saman. Nú var enginn staður „yfirgefinn" framar. Churchill kom og fór í ágúst, en átti ekki annað erindi en segja sovétþjóðum að ekki væri að vænta neinna nýrra vígstöðva. Eftir heimsókn hans komust á kreik bölsýnar sögusagnir. Anders hershöfðingi átti að hafa sagt honum (að því er pískrað var í hrezka sendiráðinu), að leiknum væri lok- ið, og réttast væri fyrir Pólverja að komast sem fyrst burt úr Sovétríkjunum. Churchill sjálfur áleit að líkurnar væru jafnar fyrir ósigri og sigri Sovétríkjanna; hann hafði mestar áhyggjur af því að Þjóðverjum tæk- ist að brjótast í gegnum Kákasus til Mið- austurlanda ... Það er næstum kátlegt að minnast sumra þeirra bölsýnisspádóma sem heyrðust í „diplómatískum hækistöðvum" um þessar mundir. Auðvitað voru undantekningar. Roger Garreau, fulltrúi De Gaulle, var ein þeirra. Philip Faymonville hershöfðingi, í bandaríska sendiráðinu, var þess fullviss að Rússar mundu sigra, en hann varð að standa í hörðum erjum við kollega sína — Michela hershöfðingja og kólónel Park, sem álitu að öll von væri úti. Jafnvel eftir að Þjóðverjar höfðu verið innikróaðir við Stalíngrad, álitu þessir tveir bandarísku „sérfræðingar“ að það væri „djöfullega slungið" af Þjóðverjum að láta innikróa sig þannig; með því móti mundu þeir binda fjölmennar rússneskar hersveitir og valda sovézku yfirherstjórn- inni miklum vandræðum. Faymonville áleit að þeir væru fábjánar og það hélt reyndar brezki hemaðarráðunauturinn líka; hann spáði því þegar í nóvember að Rússar mundu ná Kharkov aftur með vorinu. Þann vetur fór ég til Don-héraðanna; ég kom til Kotelníkovo rétt eftir flótta Man- steins og hers hans sem hafði reynt að hrjótast áfram til Stalíngrad. Ég hitti Mal- ínovskí hershöfðingja, sem nú er hermála- ráðherra, í þorpi við Don, hann var einn af ágætustu leiðtogum hersins; hann var þá 44 ára og virtist miklu yngri, þrátt fyrir margra vikna harða bardaga. Hann var bjartsýnn, en áleit að aðeins raunverulegar vesturvígstöðvar gætu stytt stríðið að mun. Ennþá var Iöng leið ófarin frá Don til Ber- línar. Ég átti líka eftir að hitta Malínovskí í Beriín, og ennfremur Tsjúíkov sem ég hitti fyrst x Stalíngrad tveim dögum eftir að or- ustunni var lokið. Ég þarf ekki að lýsa Stalíngrad hér. Ég er ekki hlóðþyrstur maður eða kvalasjúkur, en ég verð að játa að mér var ánægja að því að sjá alla þessa dauðu og deyjandi Þjóðverja í Stalíngrad, — einhvemveginn voru þeir tákn hinnar miklu hegningar fyr- ir allt illt sem Hitlerisminn hafði gert 105
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.