Tímarit Máls og menningar - 01.06.1965, Síða 120
Tímarit Máls og menningar
En vonin er seig:
Sá tími mun koma, og það jyrr en
kommúnistar œtla, að hver einasti ís-
lenzkur listamaður gerir sér grein fyrir
þessari staðreynd.
En því miðnr, sá tími er ekki enn kom-
inn í marz 1963, nema síður sé. Hinar „víð-
tæku afleiðingar" fyrir kommúnistaflokk-
inn af fylgistapi meðal listamanna og rit-
liöfunda virðast hafa látið standa á sér, og
liinn „fámenni hópur þröngsýnna smákarla
í hópi íslenzkra skálda" er farinn að vaxa
Morgunblaðinu í augum; þó það sé ekki
enn svo langt leitt að það treysti sér ekki
til að bæta við einu „sem-betur-fer“:
Því miður er mikill jjöldi manna, sem
styrkir ofbeldisstejnuna, þar á meðal
þckktir listamcnn, menn, sem að sjálf-
sógðu vilja já lcyji til að tjá list sína,
en engu að síður styðja þeir öfl, sem
líta slíkar kröfur ekki einungis horn-
auga, heldur eru beinlínis reiðubúin til
þess, livenœr sem þau fá aðstöðu til, að
banna alla frjálsa listsköpun, eins og
jrjálsa hugsun og menningarstarfsemi
yfirleitt. — Það er vissulega furðulegt,
að jjöldi s/íkra manna skuli styðja oj-
beldisstejnuna hér í okkar jrjálsa landi.
Sem betur fer jer þeim /œkkandi, og
menn sjá með hverjum deginum, sem
líður, betur hið rétta eðli kommúnism-
ans.
Og svo kenmr eftir þetta allt saman hin
vonleysislega yfirlýsing sem hirt er í upp-
liafi þessa máls. Ekkert „sem-betur-fer“,
ekkert „sá-tími-er-liðinn“, ekkert „komm-
únistar-skulu-vita-það“. Skilningsleysi
Morgunblaðsins hefur loksins ekki annað
úrræði en að skella skuldinni á sjálfa ver-
aldarsöguna.
«
Æjá, þetta er ósköp hörmuleg útkoma.
l’að er sannarlega „umhugsunarefni, hvern-
ig á því skuli standa" að rithöfundar og
Iistamenn eru svona ófúsir að hlíta andlegri
leiðsögn Morgunblaðsins. En kannski er
það nú ekki eins óskiljanlegt og Morgun-
hlaðið virðist álíta. Er ekki svolítill vottur
af hroka í þessum forskriftum Morgun-
blaðsins handa listamönnum, full sjálfbirg-
ingslegur barnalærdómstónn til þess að
menn sem unna „frjálsri hugsun og menn-
ingarstarfsemi yfirleitt" geti látið Iaðast að
forsjá Morgunblaðsins? Og er ekki líka
nokkuð óklókt af Morgunblaðinu að vera
sí og æ að brýna menn með kommúnisma,
sem hafa oft og tíðum það eitt til saka unn-
ið að hugsa öðruvísi en Morgunblaðsrit-
stjórarnir? Gæti ekki verið að þeir menn
fari að halda að eitthvað annað sé á bak
við þessi skrif en ást á andlegu frelsi? Og
hin frumstæða kommúnistahræðsla sem
verið hefur pólitísk kjölfesta Morgunblaðs-
ins í fjörutíu og fimm ár, — ætli hún reyn-
ist, þegar öllu er á botninn hvolft, nógu
traustur grundvöllur til að reisa á menn-
ingarpólitíska höll Morgunblaðsins?
En ef til vill er ekkert af þessu eins þungt
á metunum og sá óhugur sem hlýtur að
setjast að mönnum þegar þeir eiga að taka
inn þá ónáttúrlegu blöndu úr ýmsum göml-
um róttæknisvígorðum og klassískri Morg-
unblaðshugsun, sem er mikið einkenni á
sumum skrifum Morgunblaðsins um „frjálsa
listsköpun, frjálsa hugsun og menningar-
starfsemi yfirleitt".
110