Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1977, Qupperneq 114

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1977, Qupperneq 114
límarit Mdls og menningar Olafur Jóhann SigurSsson: DU MINNS EN BRUNN. Dikter i tolkning av Inge Knutsson. VED BRUNNANE. Dikt i utval. I norsk gjendikting ved Knut 0degárd. I. Það gerist ekki á hverjum degi, ekki hverju ári og ekki einu sinni á hverj- um áratug að út komi á skandinavískum málum tvær þýðingar sömu íslenskrar Ijóðabókar — hvað þá tveggja bóka sama manns. Þó liggja hér og nú á borði mínu ein þýðing sænsk og önnur norsk á verðlaunaljóðum Olafs Jóhanns Sig- urðssonar, nánar til tekið flestum kvæð- anna úr bókunum tveim AS laufferjum og AS hrunnum. Sænsku þýðingarnar eru gerðar af Inge Knutsson (Du minns en brunn, Bo Caverfors Bokförlag, 1975), hin norska af Knut 0degárd (Ved brunnane, Aschehoug, 1976). Báðir eru þýðendur kunnir í heimalöndum sínum, Inge Knutsson fyrir ágætar þýðingar úr íslensku og færeysku, Knut 0degárd sem ljóðskáld. Hér á eftir er hugmynd- in að gera ofurlitla úttekt og nokkurn samanburð á þessum tveim þýðingum. Inge Knutsson var til þess fenginn af íslendinga hálfu að þýða bækur OJS, þegar þær skyldu lagðar fram til hinnar árlegu bókmenntasamkeppni Norður- landaráðs. Svo sem algengast er mun hann hafa fengið nauman tíma til verks- ins, enda hafa þýðingarnar sem af þessu tilefni eru gerðar aðeins örsjaldan verið gefnar út, og er gjarna látið svo um mælt að þær séu „vinnuþýðingar“ (orð- ið skil ég trauðla, en hef það frá háu ráðuneyti), einungis ætlaðar sem „ver- tio“ fyrir nefndarmenn — sem þó eru að jafnaði öldungis ólæsir á íslensku. Er raunar mesta firra að gera því skóna að íslenskar, finnskar og færeyskar bók- menntir geti nokkurn tíma orðið á þennan hátt samkeppnisfærar við sænsk- dansk-norskar orðsins menntir. Þessu sinni brá hins vegar svo við að Bo Caver- fors, einn athyglisverðasti forleggjari sænskra, sem áður hafði gefið út sýnis- bók íslenskra ljóða í túlkun Knutssons (Ord frán ett utskár, 1974), réðst í að gefa út þýðingarnar á ljóðum ÓJS áður en til verðlaunanna kæmi. Hugmyndin var í sjálfu sér lofsverð: nú lá fyrir út- hlutunarnefnd verðlaunanna þýðing á íslensku verki sem þegar hafði verið sýndur sómi skandinavískrar prent- svertu. En hugmyndin átti líka skugga- hlið: Tíminn varð afar naumur. Þess gjalda þessar þýðingar því miður. Inge Knutsson hafði áður sýnt að hann getur verið ágætur þýðandi. Sýnis- bókin sem áður er nefnd, bar honum mjög gott vitni. Þar hafði greinilega verið nostrað við hvern hlut, og kunn- ugt er mér um að þá var enginn tími til sparaður að þýðingarnar yrðu sem vandaðastar. En nú hefur Knutsson allt annan hátt á. I bókinni Du minns en brunn ber alltof mikið á óvandvirkni, kátlegum misskilningi og óþarfri flat- neskju. Skal þetta rökstutt nokkuð. Islenskum lesanda Ólafs Jóhanns get- ur naumast dulist að þar fer ljóðskáld sem vandar sinn brag. Hann yrkir undir hefðbundnum formum, beitir rími mik- ið, ljóðstöfum enn meira og reglubund- inni hrynjandi þó mest. Knutsson fer um þetta kyndugum orðum í eftirmála þýðinga sinna, er hann segir: „I islándsk diktning har den fria versen aldrig helt trángt undan de traditionella vers- och rimformerna. Nár Ólafur Jóhann dárför ibland skriver bunden vers, sá betyder detta inte att han ár uppseende- váckande gammalmodig i sitt formella 100
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.