Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Qupperneq 23

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Qupperneq 23
Kákánía ríkinu, og þarámeðal voru þjóðadeilur þær sem réttilega drógu til sín athygli Evrópu og núorðið eru mjög svo rangtúlkaðar. Þær voru svo heiftúðgar að ríkisvélin hikstaði og stöðvaðist alveg oft á ári, en þess á milli og meðan ríkið hvíldist fór ljómandi vel á með öllum og það var einsog ekkert hefði gerst. Enda hafði í rauninni ekkert gerst. Einungis hafði sú andúð hvers manns á viðleitni annarra og þrám — andúð sem okkur öllum er sameiginleg núorðið — snemma hafist í æðra veldi í ríki þessu og orðið þar að einskonar óskrifuðum siðareglum. Þetta hefði getað dregið langan slóða á eftir sér, hefðu ekki ótímabærar hamfarir bundið enda á þróunina. Því ekki var nóg að andúðin á samborgurunum væri orðin mönnum þar í blóð borin, heldur markaðist öll sjálfsvitund manna af tortryggni í eigin garð og um eigið hlutskipti. Breytni manna í ríki þessu var oft hin ástríðufyllsta og afleiðingarnar eftir því, en menn breyttu ætíð öðruvísi en þeir hugsuðu, eða hugsuðu öðruvísi en þeir breyttu. Þeir sem lítið þekktu til litu á þetta sem þokka eða jafnvel veikleika þess sem þeir töldu vera austurríska þjóðarlund. En það var rangt; og það er alltaf rangt að skýra fyrirbæri einhvers lands með lyndiseinkunn íbúa þess. Því hver íbúi lands hefur að minnstakosti níu lyndiseinkunnir: eina eftir starfi, eina eftir þjóð- erni, eina ríkisbundna, eina stéttbundna, eina landfræðilega, eina kynferðislega, eina meðvitaða, eina ómeðvitaða og svo eftilvill eina einkalega; hann sameinar þær allar í sér en þær leysa hann uppí parta, og eiginlega er hann ekki annað en lítil dæld sem þessar mörgu lækjarsytrur seytla í og svo aftur úr til þess að sameinast öðrum lækjum og fylla annan farveg. Þessvegna hefur sérhver jarðarbúi tíundu lyndiseinkunnina, og hún er ekki annað en óvirkt ímyndunarafl víddar sem ekki nýtist; hún heimilar mönnum allt nema eitt: að taka fullt mark á hinum lyndiseinkunnunum níu, atferli þeirra og örlögum; þeir geta með öðrum orðum ekki tekið mark á því sem ætti að veita lífi þeirra fyllingu. Þessi vídd, sem erfitt er að lýsa, það ber að viðurkenna, hefur annan lit og aðra lögun á Ítalíu en Englandi, vegna þess að þau svið sem frá henni skiljast eru ólík að lit og lögun, og samt er þessi vídd alstaðar ein og söm: ósýnilegt tómarúm þarsem veruleikinn er einsog lítil kubba- borg sem ímyndunaraflið er fjarri. Að svo miklu leyti sem þetta getur nokkurntíma opinberast 285
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.