Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Side 35

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Side 35
Loftur á „hinu leiksviðinu“ aðskilnað barns frá móður, barnið leggur niður baráttu sína, upphefur föðurinn og samsamar sig honum og fær þannig í sárabætur loforðið um félagslega yfirburði og aðra ást — seinna. Þetta er grunnmynstrið í kenningum Freuds um tilurð persónuleikans. Loftur Jóhanns Sigurjónssonar getur hvorki upphafið né samsamað sig hinum ógnandi föður sem hann sér fyrir hugskotssjónum sínum. I upphafi leikritsins er hann í lítt meðvitaðri og fálmkenndri uppreisn gegn kúgun föðurins, uppreisn sem kemur fram í smálygum hans og sambandinu við Steinunni. Steinunn skynjar betur en hann sjálfur hvar vandinn liggur og hvað eftir annað reynir hún að fá Loft til að takast á við föðurinn en hann þverneitar, frestar átökunum eins lengi og hann getur. Þegar hann segir við Steinunni að metnaður þeirra feðga fari ekki saman, spyr hún: STEINUNN: (byrstari) Hvað ætlarðu þér sjálfur? LOFTUR: Eg? — Eg vil standa með alla visku mannanna á þrösk- uldi leyndardómanna. (21) Þetta fræga tilsvar, stefnuskrá Lofts, má túlka á marga vegu. Það má lesa úr því hamslausan metnað og dulda ósk um að sigra föðurinn („alla þekkingu mannanna") og Loftur heldur áfram og tengir ósk sína ógninni, hinu óþekkta, myrkrinu, dauðanum („á þröskuldi leyndardómanna“). Sé þessi setning þýdd á „dólga-freudískan hátt“, þýðir hún einfaldlega: Eg vil komast í gegnum Odipusstigið og yfirvinna óttann við geldingu, ég vil verða fullorðinn. En svona einfalt er sambandið á milli vitundar og dulvitundar ekki. I ósk sinni afneitar Loftur takmörkunum á milli lífs og dauða (sbr. 31: „Hefur þú nokkurn tíma óskað þess, að þú þekktir leyndardóma hinna framliðnu?) Annars staðar afneitar hann mörkunum milli mannsins og óskar hans (sbr. 18 og 23: „Og í upphafi var óskin. Óskirnar eru sálir mannanna.") Fyrst og síðast tjáir stefnuskrá Lofts að hann neitar að horfast í augu við eigin takmörk. Búlgarski sálgreinandinn Julia Kristeva byggir kenningar sínar á Freud og Lacan, en hún telur að sjálf barnsins verði til fyrr en þeir telja.13 Eins og þeir talar hún um hina fyrstu, narkissísku ást ungbarnsins til móðurinnar þar sem barnið hefur ekki aðra sjálfsvitund en þá sem felst í óljósri hugmynd um „mömmu-og-mig“ einingu sem felur alla fullnægingu í sjálfri sér. En barnið fær þá óttalegu vitneskju fyrir 6 mánaða aldur, að til er „annar“ sem móðirin elskar, þessi „annar“ getur verið hugmyndin um frumföðurinn, starf móðurinnar eða eitthvað annað sem tekur óskipta ást hennar frá barninu. Þessi „annar" rýfur þá narkissísku sameiningu sem barnið hélt að væri allt og afhjúpar hana um leið, það verður ekki aðeins 297
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.