Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Qupperneq 54

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Qupperneq 54
Tímarit Máls og menningar konu, t.d. Islands minni eftir Bjarna Thorarensen og Þjóðlagi eftir Snorra Hjartarson, og jafnvel sem móður og þá er skáldið (þjóðin) sonur hennar, t.d. í Sveitinni minni eftir Sigurð Jónsson frá Arnarvatni. Homans segir að þegar karlskáld kvengeri náttúruna þá sé henni lýst sem andstæðu skáldsins, náttúran er lofuð vegna þess að hún er það sem skáldið er ekki.4 Þótt náttúran sé vissulega ekki áhrifalaus felast völd hennar í því sem hún er en ekki því sem hún gerir. Náttúran er vitundarlaus og vilji konur yrkja verða þær að hafna hefðbundinni samsömun konu og náttúru. Ríkjandi bókmenntahefð 19. aldar virðist hafa litið á bókmenntalega sköpun sem sérgáfu karla, n.k. karllega sköpun.5 Þessi viðhorf koma t.d. berlega í ljós hjá skáldinu og fræðimanninum Gerard Manley Hopkins (1844-89) í bréfi frá 1886 en þar segir hann mikilvægasta eiginleika rithöfundar (og raunar hvaða listamanns sem er þótt hann hafi helst haft rithöfunda í huga) vera „að geta gert hlutina meistaralega, sem er eins konar náðargáfa karla, og er eitt af því sem helst greinir þá frá konum“ („masterly execution, which is a kind of male gift, and especially marks off men from women“). Og seinna í sama bréfi segir Hopkins: „Agæti karleðlisins er fólgið í sköpunargáfunni." („The male quality is the creative gift.“)6 Hvað þessi viðhorf varðar virðist Hopkins vera góður fulltrúi síns tíma og afhjúpa viðhorf þeirrar menningar sem hann tilheyrði. Að sjálfsögðu er allt of mikil einföldun að tala um “kvenmynd“ hefðarinnar, eins og aðeins ein gerð kvenna birtist í öllum viðurkenndum bókmenntum. Hitt má fullyrða að skilgreiningar karlahefðarinnar á kon- um eru staðlaðar einfaldanir og í grundvallaratriðum falsaðar. Eitt eiga þær sameiginlegt, nefnilega það, að engin af stöðluðum kvengerðum hefðarinnar er nothæf sjálfsmynd fyrir skáldkonur. Vilji konur yrkja verða þær að hafna kvenmyndum hefðarinnar. Þær Sandra M. Gilbert og Susan Gubar fjalla um kvenmyndir hefðar- innar í fyrsta kafla bókar sinnar um brjáluðu konuna á háaloftinu, The Madwoman in the Attic og segja að þær kvenmyndir hefðarinnar, sem skáldkonur verði einkum að gera sér grein fyrir og hefja sig yfir, séu ýktar myndir af konunni sem engli annars vegar og skrímsli hins vegar.7 Engilsímyndin á rætur að rekja til Maríu meyjar Biblíunnar. A miðöld- um var hún fyrirmynd manna um hreinleika, guðleg móðir sem hæfði kvenhlutverkinu fullkomlega. A 19. öld hafði guðsmóðirin á himnum hins vegar vikið fyrir veraldlegri engilsmynd, n.k. heimilisengli.8 Samtímamað- ur Huldu, enska skáldkonan Virginia Woolf, lýsir heimilisenglinum og viðureign sinni við hann í grein sem að stofni til er frá 1931. Woolf lýsir englinum þannig: 316
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.