Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Side 62
Tímarit Máls og menningar
Hvílík synd var mjer slíkt./ Hvort sefur ei dóttir hjá arni?“ Þótt konan
viðurkenni að með barneigninni, þ.e.a.s. með því að takast á hendur
hefðbundið kvenhlutverk, séu henni allar leiðir lokaðar er ekki þar með
sagt að hún elski ekki barnið, enda er hún staðráðin í að láta óhamingju
sína aldrei bitna á því:
En þú — ó, hin saklausa sætan mín smá,
skalt sannlega aldrei það finna,
að móðir þín nálspor hvert telji og tár,
sem til þín hún átti að vinna.
Því auðvitað er það ekki saklausu barninu að kenna hvernig komið er fyrir
móðurinni. Þar er við ytri aðstæður og ríkjandi hugmyndafræði að sakast,
sem þvinga konuna til að velja á milli barns og frelsis.
Móðurhlutverkið krefst allrar orku konunnar. Það er sama hvað hún
leggur sig fram, alltaf er eitthvað ógert. I ljóðinu er þetta táknað með
mynd af konunni við útsaum sem engan enda tekur:
Hjer vantar enn legg, hjer vantar enn rós
að verði' henni línið við hæfi;
jeg vildi, að mitt blessaða litla ljós
æ ljúfan og rótt við það svæfi.
Vísunin í ævintýrið um Mjallhvíti býður upp á frekari túlkun á ljóðinu.
Dauði drottningarinnar í ævintýrinu eftir að hún hefur fætt Mjallhvíti og
samsömun móðurinnar í Hlaögubur með henni benda til að móðirin sé
einnig á einhvern hátt dáin. Endurtekningin „til blóðs til blóðs“ sem
kemur tvisvar fyrir í ljóðinu ljær því draugalegt yfirbragð og styður þá
túlkun að ljóðmælandinn sé að vissu leyti draugur.
Móðirin er dáin í þeim skilningi að hún er lokuð inni í móðurhlut-
verkinu sem hún veit að hún kemst ekki út úr til að sinna því sem hugur
hennar stendur til, hvort sem það nú er að sækja gullið í Rín eða yrkja
ljóð. Um leið og móðurhlutverkið færir henni hamingju lokar það hana
inni. Hún horfir aðeins á heiminn í gegnum gluggann og aðstæðurnar
drepa sköpunargáfu hennar. Ljóðinu lýkur þannig:
Hver veit nema sumardís ætli mig enn
á útleið í far sitt að taka.
Jeg bý mig í álfheimi undir þá för,
þar ætla‘ jeg að starfa og vaka.