Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Page 62

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Page 62
Tímarit Máls og menningar Hvílík synd var mjer slíkt./ Hvort sefur ei dóttir hjá arni?“ Þótt konan viðurkenni að með barneigninni, þ.e.a.s. með því að takast á hendur hefðbundið kvenhlutverk, séu henni allar leiðir lokaðar er ekki þar með sagt að hún elski ekki barnið, enda er hún staðráðin í að láta óhamingju sína aldrei bitna á því: En þú — ó, hin saklausa sætan mín smá, skalt sannlega aldrei það finna, að móðir þín nálspor hvert telji og tár, sem til þín hún átti að vinna. Því auðvitað er það ekki saklausu barninu að kenna hvernig komið er fyrir móðurinni. Þar er við ytri aðstæður og ríkjandi hugmyndafræði að sakast, sem þvinga konuna til að velja á milli barns og frelsis. Móðurhlutverkið krefst allrar orku konunnar. Það er sama hvað hún leggur sig fram, alltaf er eitthvað ógert. I ljóðinu er þetta táknað með mynd af konunni við útsaum sem engan enda tekur: Hjer vantar enn legg, hjer vantar enn rós að verði' henni línið við hæfi; jeg vildi, að mitt blessaða litla ljós æ ljúfan og rótt við það svæfi. Vísunin í ævintýrið um Mjallhvíti býður upp á frekari túlkun á ljóðinu. Dauði drottningarinnar í ævintýrinu eftir að hún hefur fætt Mjallhvíti og samsömun móðurinnar í Hlaögubur með henni benda til að móðirin sé einnig á einhvern hátt dáin. Endurtekningin „til blóðs til blóðs“ sem kemur tvisvar fyrir í ljóðinu ljær því draugalegt yfirbragð og styður þá túlkun að ljóðmælandinn sé að vissu leyti draugur. Móðirin er dáin í þeim skilningi að hún er lokuð inni í móðurhlut- verkinu sem hún veit að hún kemst ekki út úr til að sinna því sem hugur hennar stendur til, hvort sem það nú er að sækja gullið í Rín eða yrkja ljóð. Um leið og móðurhlutverkið færir henni hamingju lokar það hana inni. Hún horfir aðeins á heiminn í gegnum gluggann og aðstæðurnar drepa sköpunargáfu hennar. Ljóðinu lýkur þannig: Hver veit nema sumardís ætli mig enn á útleið í far sitt að taka. Jeg bý mig í álfheimi undir þá för, þar ætla‘ jeg að starfa og vaka.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.