Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Side 75

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Side 75
Ferðaleikur lífsreyndur og þóttist vita allt það um konur sem karlmaður getur vitað um þær. Það sem honum féll best í geð við ungu stúlkuna sem sat við hlið hans var einmitt það sem honum hafði reynst hvað erfiðast að finna: hreinleikinn. Vísirinn á bensínmælinum var alveg kominn niður í núll þegar hann tók eftir skilti í hægri vegarkantinum sem sýndi að fimmtíu metrar væru til næstu bensínstöðvar. Tæpast hafði hún látið í ljós létti sinn þegar hann setti vinstra stefnuljósið á og beygði upp á planið fyrir framan bensíndælurnar. En afar stór tankbifreið stóð fyrir framan dælurnar og verið var að fylla á þær með gríðarstórri slöngu. „Þar vorum við óheppin," sagði hann og steig út úr bifreiðinni. „Verðið þið lengi að þessu?“ kallaði hann til afgreiðslu- mannsins. „Augnablik." „Augnablik, maður hefur nú heyrt það áður.“ Hann ætlaði að setjast upp í bifreiðina aftur en tók eftir því að unga konan var stigin út um dyrnar hinum megin. „Afsakaðu,“ sagði hún. „Hvert ert þú að fara?“ spurði hann gagngert til að hún færi hjá sér. Jafnvel þótt þau væru búin að þekkjast í rúmt ár kom ennþá fyrir að hún roðnaði fyrir framan hann og honum voru þessi augnablik blygðunar einkar kær (vegna þess að þau greindu hana frá þeim konum sem hann hafði þekkt fyrir hennar tíð og eins sökum þess að hann þekkti lögmál hverfulleikans sem í hans augum gerði jafnvel blygðun vinkonu hans dýrmæta). 2. Unga stúlkan þoldi ekki að þurfa að biðja hann (en hann ók oft klukkustundum saman) að nema staðar við trjálund. Það fór alltaf jafn mikið í taugarnar á henni hvernig hann þóttist verða hissa og spurði hversvegna. Hún vissi vel að blygðun hennar var fáránleg og gamaldags. Hún hafði oft tekið eftir því að fólk gerði grín að henni í vinnunni og stríddi henni á spéhræðslunni. Hún roðnaði alltaf við tilhugsunina um að hún myndi roðna. Hún þráði oft að vera frjáls, áhyggjulaus, láta sér líða vel í eigin líkama eins og hún vissi að raunin var með flestar ungar konur sem hún þekkti. Hún hafði meira að segja upphugsað, svona fyrir sig, óvenjulega leið til sjálfsefjunar: hún endurtók með sjálfri sér að við fæðingu fengju TMM XXII 337
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.