Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Page 105

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Page 105
I stabinn fyrir formála hugtakinu goðsögn. Snorri segir margar sögur af goðunum bæði í Gylfa- ginningu og Skáldskaparmálum. Síðari fræðimenn hafa margir freistast til að nota frásagnir hans sem „heimildir“ um trúarbrögðin og lesið úr þeim margan fróðleik. Hér sýnist mér full þörf varúðar, ekki aðeins af þeim sökum sem þegar eru taldar heldur einnig öðru. Hver venjuleg goðsögn í Snorra-Eddu er sett saman úr tveim þáttum. Annar þeirra er sagan (t.d. „sagan um för Þórs til Utgarða-Loka“). Hún er ekki í neinum meginat- riðum frábrugðin venjulegum germönskum hetjusögum. Goðin eru í hlut- verki persóna og hafa mennska eiginleika. Hinn þáttur goðsögunnar er svo sá mýtólógíski, sá sem „ . . . tjáir trú og kerfisbindur hana; stendur vörð um siðferðið og styrkir það; ber vitni um áhrifamátt tiltekinnar siðvenju og felur í sér hagnýtar leiðbeiningar um mannlega hegðun." (B.Malinowski, sbr. Halldór Guðmundsson; „Mýþa“ í Hugtökum og heitum í bókmenntafrœdi bls. 189—191). Býsna oft sýnist mér sögurnar sem Snorri segir hafa týnt þessum síðari þætti eða hann er a.m.k. orðinn býsna fátæklegur. Eitt augljósasta dæmið fáum við í frásögninni af bálför Baldurs, þegar segir: „Þá stóð Þór að og vígði bálið með Mjöllni, en fyrir fótum hans rann dvergur nokkur, sá er Litur nefndur, en Þór spyrnti fæti sínum á hann og hratt honum í eldinn, og brann hann.“ (SnE bls. 67). — Þessi saga virðist ekkert sýna lesanda annað en skapsmuni Þórs á þessari stundu. Honum svellur móður, m.a. vegna þess að gýgurin Hyrrokkin hafði getað hrint bátnum á flot, en Þór orðið að gefast upp við það. En ekki þarf mikið ímyndunarafl til að sjá „mýtólógískan" þátt í sögunni. Dvergurinn heitir Litur. Liggur ekki beint við að hugsa sér að sögnin hafi upprunalega verið til skýringar á því að eldurinn er rauður? Það sem hér er verið að reyna að benda á er eftirfarandi: Snorri Sturluson er einhver snjallasti sagnamaður sem norrænar þjóðir hafa alið. En stundum veldur sagnasnilld hans — eða þeirra sem sögðu honum sögurnar — því að goðafræðin verður hálfgert aukaatriði, mýþan gleymist í frásagnargleðinni. Hliðstætt dæmi þykist ég sjá í ástarsögu Njarðar og Skaði. Upphaflega er hún vísast mýþa sem skýrir að land og sjór (hálendi og sjór, ef menn vilja) eru ósættanleg. Hjá Snorra er hún hin fegursta ástarsaga — en harla lítið meira. Nú má vera að lesanda þyki þetta lítil tíðindi — og þá er vel. Hitt sýnist mér of algengt að fræðimenn taki sögur Snorra sem góða og gilda goða- fræði og einfaldi þar með norræna heiðni gróflega. Þetta er t.d. einkenni íslenskra og skandinavískra kennslubóka um goðafræði eftir því sem ég sé best. 367
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.