Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Síða 111

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Síða 111
Hannes Lárusson Blómstrandi kvendýr I. Listin kemur syndandi neðan úr myrkri undirmeðvitundarinnar, uppi við birtu yfirborðsins er hún veidd í net skynseminnar og skilgreind; óvæntur fylgifiskur lífsins. Ovæntur, og þess vegna ekki skilgreind nánar. Fylgi- fiskur, af því að lífið og hann endurspeglast hvort í öðru. En veiðarnar eru tvísýnar, því engri starfsemi manna er hættara við að vera ruglað saman við raunveruleikann (lífið) en þeirri sem fram fer undir merkjum listarinn- ar. Og oft sýnist sú mynd sem hún dregur upp af lífinu trúverðugri en sú sem verður til þegar lífinu sjálfu er lifað. Um leið og listin leitast við að afhjúpa ranghugmyndir fólks um stöðu eigin tilveru, opnar hún sýn inn í völundarhús tálmynda sem snúast um það, hvernig hinn jarðbundni veru- leiki gæti eða hefði átt að vera. Strax í hugtakinu „list“ og meðferð þess hefst blekkingarleikurinn, því hæglega má láta það skírskota til svo margbreytilegra hluta og aðgerða, að merking þess verði fast að því sú sama og hugtakanna „líf“ eða „tilvera". Ymsir grípa til listarinnar og gera hana að einskonar skotpalli fyrir almennar hugleiðingar um „allt og ekkert", „hitt og þetta“ eða „lífið og tilveruna". Einnig er hægt að þrengja sviðið, taka skýrt afmarkaða þætti hennar fyrir og freista þess að gera þeim tæmandi skil. En slík afmörkun er líka eiginleg tálsýn, því listin er, þegar öllu er á botninn hvolft, samslungin „lífinu“ bæði í framrás sinni, sögulega og í einstökum myndum sínum, þ.e. einstaklingnum. Listaverk komast ekki hjá því að vera söguleg eða almenn og jafnframt persónuleg eða einstök, án þess að slík útskýring segi annað en það að listin sé meira og minna af sama toga og lífið. Leit að „sönnu“ eðli listarinnar sprettur því upp af enn einni af blekkingum hennar. Lærðir og leikir hafa engu að síður jafnan verið viljugir við að setja sig í stellingar til slíkra leita. En svo víð, hál og mótsagnakennd eða móðurleg er listin, að hún samþykkir misheppnaðar leitir að sannleikanum í sjálfri sér sem lofsöng um sig eða þá sem eitt listforma. Þótt eðli listarinnar sé að afhjúpa og um leið blekkja, þá verður 373
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.