Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Síða 112
Tímarit Máls og menningar
hún sjálf aldrei afhjúpuð né blekkt; eða með öðrum orðum „afhjúpun“
hennar verður sjálf enn ein blekkingin, og tilraun til að „blekkja" eða
„snúa út úr“ henni verður ekki annað en enn ein afhjúpunin. I hugtakinu
afhjúpun er þó gefið í skyn hver aðgangurinn að henni er; í fyrsta lagi er
eitthvað sem er hjúpað. Hvað þetta „eitthvað" er í sjálfu sér er ekki fremur
viðkomandi listamönnum en öðrum lifandi mönnum. I öðru lagi er það
sem hjúpað er með. Hjúpunin eða hjúpurinn er hið eiginlega listaverk og
þar er að finna auðkennin sem greina það frá öðrum hlutum, ef litið er á
það sem einangrað fyrirbæri. En sé litið á listaverkið (myndverkið) sem
ákveðið verkefni til að sundurgreina innan gefinna marka, sem virðist, svo
langt sem það nær, óumflýjanlegt, þá eru þar a.m.k. tvö margslungin
vandamál sem brenna á myndlistarrýninni. Annars vegar það með hvaða
hætti réttast (réttlætanlegast) sé að „þýða“ myndmál yfir á ritmál (talmál),
og hins vegar það á hvern hátt ritmálið (talmálið) virðist „ósjálfrátt" gæða
myndmálið eigin merkingu. Fólk sýnist almennt hafa tilhneigingu til að
upplifa eða „lesa“ myndir (kannski allt sem er ,,séð“) útfrá lögmálum rit-
og talmáls. I þessu sambandi mætti varpa því fram, að svo virðist sem því
„myndrænni“ sem verk eru í „fagurfræðilegum skilningi“ þeim mun
minni „rit- og talmálsmerkingu" skírskoti þau til. En sé ætlast til að hafa
einhvern áþreifanlegan „sannleik“ varðandi listina upp úr krafsinu eru
meiri líkur á að hann finnist í því hvernig fólk hagar sér gagnvart
listaverkunum fremur en innan ramma þeirra sem slíkra.
Hversdagsleikinn, puðið, snattið útheimtir ekki list, heldur hvetjandi
skemmtanir. Það sýnist helst vera á „góðri stund“ sem fólk telur sig hafa
„not“ fyrir hana. Listin er sömu ættar og víman að því leyti að hún reynir
að hrista (oft) djúpstætt „líf“ upp í fólki. Aðeins þegar það er mest á lífi
lætur það sig varða um listina, eða þá frammi fyrir dauðanum. I tengslum
við lífshættulega atburði opnast fólk fyrir djúpum veruleika hennar. Listin
getur verið ögrandi því hún leitast við að hræra í tveimur feimnismálum
fólks; ofsakætinni („hinni guðdómlegu vímu“), lífinu í sinni mest lifandi
mynd, (að opna út fyrir lífið, að vera á útopnuðu) og því að deyja. List
(eða líf) á sem mest útopnuðu er döprust allra, list (eða líf) sem næst
dauðanum kátust; hetjurnar hlógu frammi fyrir honum, ekki af kaldhæðni
eða harðneskju, heldur af því að innst inni er ekkert fyndnara en það að
deyja.
Að komast í algleymi vímunnar án þess að vera hún sjálf (eða „út úr
heiminum"), að upplifa dauðann án þess að vera dauður er einungis hægt í
gegnum sjónhverfingar listaverkanna. En sú starfsemi ein sem getur
skákað listinni með því að umhverfa lífinu sjálfu í list (og ekki síður
374