Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Qupperneq 112

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Qupperneq 112
Tímarit Máls og menningar hún sjálf aldrei afhjúpuð né blekkt; eða með öðrum orðum „afhjúpun“ hennar verður sjálf enn ein blekkingin, og tilraun til að „blekkja" eða „snúa út úr“ henni verður ekki annað en enn ein afhjúpunin. I hugtakinu afhjúpun er þó gefið í skyn hver aðgangurinn að henni er; í fyrsta lagi er eitthvað sem er hjúpað. Hvað þetta „eitthvað" er í sjálfu sér er ekki fremur viðkomandi listamönnum en öðrum lifandi mönnum. I öðru lagi er það sem hjúpað er með. Hjúpunin eða hjúpurinn er hið eiginlega listaverk og þar er að finna auðkennin sem greina það frá öðrum hlutum, ef litið er á það sem einangrað fyrirbæri. En sé litið á listaverkið (myndverkið) sem ákveðið verkefni til að sundurgreina innan gefinna marka, sem virðist, svo langt sem það nær, óumflýjanlegt, þá eru þar a.m.k. tvö margslungin vandamál sem brenna á myndlistarrýninni. Annars vegar það með hvaða hætti réttast (réttlætanlegast) sé að „þýða“ myndmál yfir á ritmál (talmál), og hins vegar það á hvern hátt ritmálið (talmálið) virðist „ósjálfrátt" gæða myndmálið eigin merkingu. Fólk sýnist almennt hafa tilhneigingu til að upplifa eða „lesa“ myndir (kannski allt sem er ,,séð“) útfrá lögmálum rit- og talmáls. I þessu sambandi mætti varpa því fram, að svo virðist sem því „myndrænni“ sem verk eru í „fagurfræðilegum skilningi“ þeim mun minni „rit- og talmálsmerkingu" skírskoti þau til. En sé ætlast til að hafa einhvern áþreifanlegan „sannleik“ varðandi listina upp úr krafsinu eru meiri líkur á að hann finnist í því hvernig fólk hagar sér gagnvart listaverkunum fremur en innan ramma þeirra sem slíkra. Hversdagsleikinn, puðið, snattið útheimtir ekki list, heldur hvetjandi skemmtanir. Það sýnist helst vera á „góðri stund“ sem fólk telur sig hafa „not“ fyrir hana. Listin er sömu ættar og víman að því leyti að hún reynir að hrista (oft) djúpstætt „líf“ upp í fólki. Aðeins þegar það er mest á lífi lætur það sig varða um listina, eða þá frammi fyrir dauðanum. I tengslum við lífshættulega atburði opnast fólk fyrir djúpum veruleika hennar. Listin getur verið ögrandi því hún leitast við að hræra í tveimur feimnismálum fólks; ofsakætinni („hinni guðdómlegu vímu“), lífinu í sinni mest lifandi mynd, (að opna út fyrir lífið, að vera á útopnuðu) og því að deyja. List (eða líf) á sem mest útopnuðu er döprust allra, list (eða líf) sem næst dauðanum kátust; hetjurnar hlógu frammi fyrir honum, ekki af kaldhæðni eða harðneskju, heldur af því að innst inni er ekkert fyndnara en það að deyja. Að komast í algleymi vímunnar án þess að vera hún sjálf (eða „út úr heiminum"), að upplifa dauðann án þess að vera dauður er einungis hægt í gegnum sjónhverfingar listaverkanna. En sú starfsemi ein sem getur skákað listinni með því að umhverfa lífinu sjálfu í list (og ekki síður 374
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.