Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Side 133
William er numinn til dýrðarinnar í
skæru ljósi sem skín gegnum dyr en
Ezra sem nær með anda sinn út um allar
jarðir endar ævina í búri og síðan þögn.
En ósigur hugmynda Ezra hefur Iíka
heftandi áhrif á líf Williams. Hann
Iendir að vísu ekki í búri en lögreglan
hefur eftirlit með honum.
I lokin rís leikritið hæst sem ljóð. Það
verður að hljómfalli en þó með inni-
haldi. Orð Ezra verða alráðandi á svið-
inu og hníga að lokum með áhrifaríkri
hljóðdvöl að lífsviðhorfi eða heimspeki
Williams sem er: Það er í þögninni sem
það er. Það er þá innihald lífsins og
tilgangur þess, upphaf og endir. Og síð-
an segir hann: Og maður verður að vera
einn . . . Sá sem er í rauninni einn er
hetja leiksins: Ezra. I tættum orðum
hans úr útvarpinu (gegnum það ávarpar
hann heiminn) er dálítill endurómur af
skáldskap Vilhjálms IX hertogans af
Aquitaníu, trúbadorsins sem hann unni
sem skáldi ekki síður en nafna hans Vil-
hjálmi Carlosi Williams, þegar hann
sagði í ljóði á elleftu öld: Farai un vers
de dreit nien: non er de mi ni d’autra
gen. Eða: Ég skal yrkja úr engu ljóð:
ekki um mig né nokkurn mann, i ófull-
kominni þýðingu minni.
Þannig hvarf Ezra inn í þögnina og
lauk ævinni þegar áhorfandi lífsins,
dauðinn, slökkti á útvarpstækinu.
I leikritinu lætur Árni engan slökkva á
útvarpinu og það er vel. Oður Ezra óm-
ar.
Guðbergur Bergsson
Umsagnir um bakur
MAÐUR OG HAF
1
Skáldsagan Maður og haf eftir Véstein
Lúðvíksson (Mál og menning, 1984) er
engin skemmtisaga. Hún segir frá endur-
skoðandanum Jóhannesi, sem er nýbú-
inn að missa konu sína og fylgja henni til
grafar. Sagan hefst með stuttum inn-
gangi og lýkur með stuttu niðurlagi en
þess á milli er langur kafli, þar sem
slitrótt atburðarás er látin lýsa pílagríms-
ferð Jóhannesar til hafs. Hafi lesandinn
ekki misst móðinn þegar í upphafi sög-
unnar má hann teljast úthaldsgóður ef
hann heldur það út að fylgja Jóhannesi
eftir á pílagrímsgöngunni alla leið til
hafs, þangað sem hann vel að merkja
kemst aldrei.
Með öðrum orðum: skáldsagan Mað-
ur og haf er ekkert áhlaupaverk. Hún
krefst óskiftrar athygli lesandans. Höf-
undur hefur vel efni á að gera slíka kröfu
því bókin leynir á sér, að ekki sé meira
sagt. Og hvaða rithöfundur með metnað
gerir ekki miklar kröfur til lesandans?
Jóhannes situr í upphafi verksins á tali
við Hrefnu, fullorðna konu, sem talar í
véfréttastíl. Og svo hefst pílagríms-
ferðin. Ótal litlar myndir taka við hver
af annarri og tíunda hina ýmsu atburði,
sem verða í lífi söguhetjunnar þennan
stutta tíma, sem hann dvelur í annar-
legum undirheimi millikaflans, þar sem
sól skín aldrei inn um glugga. Einstakir
kaflar minna óneitanlega á dæmisögur,
sem meistarar segja lærisveinum sínum í
fjarlægum löndum. Margar þessara
stuttu frásagna eru bráðskemmtilegar,
sumar eru í ýkjusagnastíl svo manni
kemur Heljarslóðarorusta Gröndals
ósjálfrátt í hug.
Jóhannes býr á 9. hæð í blokk og er
ýmist á ferð í lyftunni upp eða niður,
395