Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Side 16

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Side 16
Tímarit Máls og menningar haugbyggjana, yfirbugaður af angist. Þá verður Ólafur var við skáldið: „Velkominn skáld, segir konúngur; eða heyrða eg rétt áður, að þú hefðir ort um mig kvæði?“ Þormóður segir einu sinni enn Ólafi frá því hversu dýrt það kvæði sé sem hann hefur ort „þeim garpi er bestur er orðinn á Norður- löndum“ og konungi hans: „Þetta kvæði keypta eg við sælu minni og sól, og dætrum mínum, túngli og stjörnu; og við fríðleik sjálfs mín og heilsu, hendi og fæti, hári og tönn“. Konungur biður hann nú að flytja sér gerplu sína þarna undir hörginum: Skáldið svarar og nokkuð dræmt: Nú kem eg eigi leingur fyrir mig því kvæði, segir hann, og stendur upp seinlega, og haltrar á brott við lurk sinn, og er horfinn bak hörginum. Þá var túngl geingið undir og felur nóttin dal og hól að Stiklarstöðum, og svo hinn síðfrjóva hegg. (492/93) Með þeim orðum lýkur sögunni, harmsögu um mann sem missir trúar sinnar á hugsjón sem hefur verið leiðarstjarna lífs hans. Lesandann grunar kannski að höfundi Gerplu hafi með nokkrum hætti fundist hann sjálfur eiga hlutdeild í örlögum skáldsins. Enda hefur hann löngu seinna sannað þann grun, í viðtali við Arbeiderbladet í Noregi 14. ágúst 1965. Þar segir Halldór sem svar við tilvísun til þess að Gerpla sé af mörgum álitin „hans morsomste bok“: „Det er den mest tragiske bok jeg har skrevet. Jeg har skrevet den under store lidelser. Parallellene skulle være klare nok. Vi vil aldri glemme de skalder og helter sem rente i fotefarene til Stalin og Hitler." Hirðskáldunum í Gerplu er nánast lýst sem harðsvíruðum fölsurum veru- leikans. Kvæði þeirra gefa alranga glæsimynd af jöfrinum og hetjudáðum hans. En á svipaðan hátt segir Laxness í Skáldatíma (1963) frá því hvernig hann sjálfur og margir starfsbræður hans urðu háspenntum vonum sínum um Sovétríkin að bráð, og tóku þátt í að dreifa ýktum glansmyndum af ástandinu þar. Einsog Þormóður Kolbrúnarskáld varð hann með tíman- um fyrir sárum vonbrigðum andspænis veruleikanum. Það er dýrkeypt persónuleg reynsla höfundarins sem birtist í örlögum Gerpluskáldsins. Krossbliðið þar sem skilur tvo heima Bókarheitið Brekkukotsannáll (1957) felur í sér tímahugtak. Og það má segja að tíminn sé ein höfuðskepnan í þessari sögu, jafnvel í alveg áþreifan- legri mynd. Strax í fyrsta kaflanum, „Merkilegt kvikindi“, er veggklukka Brekkukots, smíðuð af „herra James Cowan sem lifði í Edínaborg árið 1750“, mjög í huga Alfgríms litla, föður- og móðurlausa tökudrengsins í húsinu hans „afa“ og hennar „ömmu“. Honum finnst öll önnur úr „einsog 142
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.