Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Blaðsíða 17
Listin að Ijtika sögu
ómálga börn í samanburði við þessa klukku": „Sekúndurnar í annarra
manna klukkum voru einsog óðfara pöddur í kapphlaupi við sjálfar sig, en
sekúndurnar í sigurverki hjá afa mínum og ömmu, þær voru einsog kýr, og
fóru ævinlega eins hægt og unt er að gánga án þess að standa þó kyr.“ (9)
En einkum og sér í lagi hefur drengurinn fengið „þá flugu að í þessari
klukku byggi merkilegt kvikindi, og það væri eilífðin". Þar sem hún tifar
hægt hljóðar það einsog tveggja atkvæða orð: „ei-líbbð, ei-líbbð“:
Það var skrýtið að ég skyldi uppgötva eilífðina sisona, laungu áður en ég
vissi hvað eilífð var, og jafnvel áður en ég hafði lært þá setníngu að allir menn
séu dauðlegir, já meðan ég lifði í rauninni í eilífðinni sjálfur. Það var einsog
fiskur færi altíeinu að uppgötva vatnið sem hann syndir í. (10)
Eilífðin er nálæg í bernskuminningum Alfgríms, en einnig tregafull
reynsla af því hvernig henni lýkur. I kaflanum „Morgunn eilífðar; endir"
lýsir hann samverunni með afa sínum á litla fiskibátnum hans: „Þessir
mornar þegar við vorum að vitja um hrokkelsin á Skerjafirði, og þeir voru í
raun og veru allir einn og sami morguninn: altíeinu eru þeir liðnir. Stjörnur
þeirra eru fölnaðar; kínversku bókinni þinni lokað.“ (133) Persóna afa hans
og heimur táknar einhvern veginn óumbreytileikann og öryggið í honum.
Jafnvel verðlag gamla mannsins á fiskinum sem hann selur er alltaf óbreytt
°g fylgist ekki með í sveiflum markaðarins. Hann neitar að taka á móti
eintaki af Biblíunni nema fyrir kýrverð, einsog sú bók var metin á dögum
Guðbrandsbiblíu!
I kaflanum „Sögulok" er komið að kveðjustund. Alfgrímur er að fara út í
heim að læra. Nú er einu sinni enn minnst á klukkuna. Lengi hafði hann
ekki tekið eftir tifinu í henni. En á þessum tímamótum í lífi sínu hlustar
hann á nýjan leik á boðskap hennar, „ei-líbbð, ei-líbbð“: „Mikið var gott að
heyra aftur tóninn í þessari klukku þar sem bjó merkilegt kvikindi; og hafa
feingið að gista hér í Brekkukoti, í þessu litla moldarhúsi sem var rök
annarra húsa á jörðinni; í því húsi sem léði öðrum húsum tilgáng.“ (312)
Og nú gengur Álfgrímur í síðasta skipti með Birni afa sínum og ömmu
nútum krosshliðið í Brekkukoti þar sem skilur tvo heima“ (313). I síðasta
skipti — því að afi hefur selt Brekkukotspartinn, til þess að Alfgrímur þurfi
ekki að þiggja stopulan námsstyrk þeirra í Gúðmúnsensbúð, og vera háður
kröfum þeirra og auglýsingarhugmyndum.
En hvað merkir þetta hús sem er „rök annarra húsa á jörðinni", þetta
krosshlið „þar sem skilur tvo heima“? I sambandi við morgnana á bátnum
með afa var minnst á kínversku bókina. Sú bók er heimild taóismans, Bókin
um Veginn, „merkilegasta bók sem nokkru sinni hefur verið rituð í heimin-
um“ — en svo er henni lýst í kaflanum „Bækur“ í Alþýðubókinni. Það er
143