Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Side 63

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Side 63
Af rotnun leggur himneska angan og loks gleðikonur, sem bara komu á kvöldin. Þetta var paradís frétta og bóka, gamallar og nýrrar frægðar, samsæra Vettvangsins og lyga Bóksalans. (bls. 273-274) I þessu skrautlega umhverfi breytist saklausi sveitastrákurinn í slóttugan blaðamann, lærir að selja ritgáfu sína og skoðanir í þágu þess sem getur tryggt honum mestan frama þá stundina. Það er blaðamaðurinn Etienne Lousteau sem kynnir Lucien fyrir atvinnugreininni og bendir honum á að blaðamenn séu lítið annað en stigamenn, „þjófar hugmynda og mannorðs" (bls. 259). Lucien lærir iðnina einkar vel, og tekur jafnframt upp ástarsam- band við leikkonuna Coralie, hreinlynda stúlku sem dýrkar hann á barns- legan hátt. Um skeið fær hann meira að segja aftur inngöngu í glæstustu veislusali borgarinnar, svo laginn hefur hann verið við mannorðsþjófn- aðinn. En velgengni hans varir ekki lengi: Hann lifir langt um efni fram og verður auðsótt bráð lánardrottna; Coralie deyr og í stað þess að gefa út sonnettur sínar verður Lucien að berja saman billegar drykkjuvísur til að eiga fyrir jarðarför hennar. Loks snýr hann aftur til Angouléme sviptur öllu nema reynslunni, sem þó hefur ekki kennt honum neitt, og þar gerist þriðji og síðasti hluti verksins. David vinur Luciens hefur kvænst systur hans, Evu, og þau reka litla prentsmiðju í Angouléme. En David er sami draumóramaðurinn og fyrr, lætur konuna um reksturinn og helgar sig uppfinningum. Hann verður fórnarlamb stórkapítalista staðarins, Cointet bræðra, sem sölsa eigur hans og uppfinningar undir sig. Ekki bætir úr skák að David og Eva þurfa að halda Lucien uppi, en hann reynir stöðugt að notfæra sér fjölskyldu sína og vini sjálfum sér til framdráttar. Loks flytja David og Eva upp í sveit, sátt við að ganga meðalveginn: Þegar hann hafði óafturkallanlega gefið alla frægð upp á bátinn, gekk hann djarfur til liðs við sveit draumóramanna og safnara; hann helgar sig skordýra- fræðum og kannar leyndardómsfullar myndbreytingar þessara kvikinda, sem vísindin þekkja bara á lokastigi sínu. (bls. 663) Sá ólukkunnar pamfíll Lucien kemur undir lokin auga á alla ógæfuna sem hann hefur látið af sér leiða og heldur út úr bænum til að fyrirfara sér — að sjálfsögðu búinn sínu fegursta skarti. Balzac bjargar honum naumlega yfir í næstu bók — Brostnar vonir eru hluti af „Hinum mannlega gleðileik", mikilli ritröð þar sem sömu persónurnar koma aftur og aftur — með því að láta hann hitta jesúítaprest, sem er enginn annar en uppáhaldsskúrkur Balzacs, Vautrin, í dulargervi. Vautrin kennir Lucien lexíu verksins: Metn- 189
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.