Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Side 63
Af rotnun leggur himneska angan
og loks gleðikonur, sem bara komu á kvöldin. Þetta var paradís frétta og
bóka, gamallar og nýrrar frægðar, samsæra Vettvangsins og lyga Bóksalans.
(bls. 273-274)
I þessu skrautlega umhverfi breytist saklausi sveitastrákurinn í slóttugan
blaðamann, lærir að selja ritgáfu sína og skoðanir í þágu þess sem getur
tryggt honum mestan frama þá stundina. Það er blaðamaðurinn Etienne
Lousteau sem kynnir Lucien fyrir atvinnugreininni og bendir honum á að
blaðamenn séu lítið annað en stigamenn, „þjófar hugmynda og mannorðs"
(bls. 259). Lucien lærir iðnina einkar vel, og tekur jafnframt upp ástarsam-
band við leikkonuna Coralie, hreinlynda stúlku sem dýrkar hann á barns-
legan hátt. Um skeið fær hann meira að segja aftur inngöngu í glæstustu
veislusali borgarinnar, svo laginn hefur hann verið við mannorðsþjófn-
aðinn.
En velgengni hans varir ekki lengi: Hann lifir langt um efni fram og
verður auðsótt bráð lánardrottna; Coralie deyr og í stað þess að gefa út
sonnettur sínar verður Lucien að berja saman billegar drykkjuvísur til að
eiga fyrir jarðarför hennar. Loks snýr hann aftur til Angouléme sviptur öllu
nema reynslunni, sem þó hefur ekki kennt honum neitt, og þar gerist þriðji
og síðasti hluti verksins.
David vinur Luciens hefur kvænst systur hans, Evu, og þau reka litla
prentsmiðju í Angouléme. En David er sami draumóramaðurinn og fyrr,
lætur konuna um reksturinn og helgar sig uppfinningum. Hann verður
fórnarlamb stórkapítalista staðarins, Cointet bræðra, sem sölsa eigur hans
og uppfinningar undir sig. Ekki bætir úr skák að David og Eva þurfa að
halda Lucien uppi, en hann reynir stöðugt að notfæra sér fjölskyldu sína og
vini sjálfum sér til framdráttar. Loks flytja David og Eva upp í sveit, sátt við
að ganga meðalveginn:
Þegar hann hafði óafturkallanlega gefið alla frægð upp á bátinn, gekk hann
djarfur til liðs við sveit draumóramanna og safnara; hann helgar sig skordýra-
fræðum og kannar leyndardómsfullar myndbreytingar þessara kvikinda, sem
vísindin þekkja bara á lokastigi sínu. (bls. 663)
Sá ólukkunnar pamfíll Lucien kemur undir lokin auga á alla ógæfuna sem
hann hefur látið af sér leiða og heldur út úr bænum til að fyrirfara sér — að
sjálfsögðu búinn sínu fegursta skarti. Balzac bjargar honum naumlega yfir í
næstu bók — Brostnar vonir eru hluti af „Hinum mannlega gleðileik",
mikilli ritröð þar sem sömu persónurnar koma aftur og aftur — með því að
láta hann hitta jesúítaprest, sem er enginn annar en uppáhaldsskúrkur
Balzacs, Vautrin, í dulargervi. Vautrin kennir Lucien lexíu verksins: Metn-
189