Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Side 13

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Side 13
Listin að Ijúka sögu fyrrverandi húsbónda sínum, á skrifstofu hans í verslunarhúsi Snorreddu. Þessi glæsilegi maður, sem hún á eftir að sjá næsta dag ganga meðal hinna stórhöfðingjanna undir hinni fögru kistu, býður henni þá um nóttina að afsala sér öllu vegna hennar: „firmanu, kjördæminu, opinberum trúnaðar- stöðum, flokki, lagsmönnum, vinum“ (249). En snemma morguns læðist hún framúr og laumast út, gengur „á auðu stræti í morgunkyljunni, borgin í svefni“ (252). A torginu rekst hún á „ófeimnu lögregluna", kunningja sinn. Hann segir henni meðal annars þá frétt að barnsfaðir hennar sé „kominn uppeftir“ (256), hafi verið settur í steininn. Hann hefur semsé, lítill karl, flaskað dálítið á grundvallaratriðum í rekstri á nýstofnaða verslunarfélaginu sínu. Þau Ugla fara heim til organistans: „Auðvitað lá vel á þessum lukkumanni. Hann var að vinna við blóm sín, með brett uppað olnboga og moldugur um hendur, planta rósum, grisja, sníða af visin blöð, uppræta illgresi, gánga frá jarðveginum undir vetur.“ (259) Eftir að Ugla og organistinn eru orðin ein, fær hann að vita um vanda barnsföður hennar og ákvörðun hennar að yfirgefa hann ekki: „Hann er faðir hennar Guðrúnar litlu, og hvort hann fer í tukthús eða ekki þá er hann minn maður." Organistinn gerir þá athugasemd að í rauninni vanti manninn „ekki nema dálítið innanvið hundrað þúsund krónur til þess að vera laus“ (269). Svo miklir peningar eru auðvitað Uglu ofviða. En þegar stúlkan er í þann veg að fara, veit hún ekki fyrr en organistinn spennir höfuð mitt grönnum fíngrum, lýtur yfir mig og kyssir hár mitt, í skiftínguna, alveg uppvið hvirfilinn. Síðan vindur hann sér frá mér og tekur upp af eldhúsborðinu þann pakka sem við höfðum enn látið ósnertan, og ég hafði haldið ost. Hann vafði bréfið utanaf með snöggum handtökum. Og þá eru þetta tómir bánkaseðlar. Gerðu svo vel, sagði hann. (271) Eftir að hún hefur loks fengið sig til að taka á móti þessari fúlgu, bætir hann við: „Með einu skilyrði þó, sagði hann um leið og hann lagði féð í hendur mér: að þú segir aldrei neinum hvaðan þú hafir haft þetta fé, hvorki að mér lífs né liðnum." Og meðan hún er að troða öllu þessu fé niður hjá sér, „rjóð í framan og mállaus", sníður hann „fallegustu blómin af stilkun- um hjá sér og leggur saman í vönd“, og fær henni brosandi. Þessum kafla, þeim næst síðasta, lýkur þannig; Ugla hefur á tilfinning- unni að vinur hennar gangi ef til vill ekki heill til skógar. Hann segir við hana, „í afsökunartóni“: Æ því var ég rétt búinn að gleyma, kondu ekki aftur híngað að leita mín. Eg flyt í dag. Eg seldi húsið í gær. 139
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.