Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Blaðsíða 125
irbúin er í öðru erindinu: árnar glöptust
aldrei til sjávar. Ef litið er á mynd ljóðs-
ins þá er allt kyrrt, lífvana, en kyrrð
myndarinnar er raskað rétt mátulega
með því að kirsuberjasteinarnir eru látn-
ir spýtast; myndin er aukinheldur gráleit
(lífvana mölin, árfarvegurinn, áin, sjór-
inn), en þessi grámi er brotinn upp með
rauðum punkti (eða punktum), blóð-
raubum kirsuberjunum. I fleiri ljóðum
er skær litur notaður á svipaðan hátt á
litlausan eða gráan bakgrunn (s. 17, 19),
en annars eru það ekki litir sem ein-
kenna myndir þessarar bókar. Hún er
hins vegar full af hlutum og fyrirbærum
af ýmsu tagi sem eru nefnd en ekki lýst,
og öllu ægir saman, heimur bókarinnar
verður þannig að vissu leyti heimur
óskapa, kaos. Slíkur heimur er raunar
viðfangsefni bókarinnar, það er bæði sá
heimur sem snýr að mönnunum, en líka,
og kannski fyrst og fremst, innri heimur
mannsins, hvers einstaklings, eða
Mannsins, allra manna. En á hinn bóg-
inn hafa þessir hlutir og fyrirbæri vita-
skuld sínu hlutverki að gegna hver um
sig í tjáningu hvers ljóðs.
Þessi bók er að mörgu leyti á léttari
nótum en fyrri bækur Geirlaugs þótt
knappt og strangt form hleypi manni ef
til vill ekki strax inn í hana; ég naut
hennar takmarkað við fyrsta lestur en
síðar æ betur eftir því sem ég hef rýnt
meir í hana. En hún er bæði litríkari og
meiri gáski í henni: „. . . sól á bláum
himni / fífill í dökkri mold / glettust við
grænjaxla" (s. 13), „. . . en birtist ekki
pósturinn / glenntur á gulu hjóli . . .“ (s.
17), „ótal túngl / óðu berfætt / í skýbrot-
um / kysstust / föðmuðust. . .“ (s. 32),
„. . . sólin / stekkur heljarstökk . . .“ (s.
35), — og áfram mætti halda að klippa út
svona dæmi. En það er vert að undan-
skilja ekki að hér er oft aðeins um að
Umsagnir um bœkur
ræða aðra hlið á kaldhæðni eða samspili
gáska og geigs eða ádeilu eða einhvers
nöturleika.
Það má segja að í þessari bók sé haldið
áfram þar sem frá var horfið í hinum
fyrri:
þó feti
speglabrautir gángstéttanna
felast víða flóttaleiðir
ráðgóður
að skjóta sér
fyrir horn
orða þagna tilfinnínga
í fáng
lángtaðkeyptra skoðana
(s. 75)
Yfirborðsmennska, fals og firring og
hinn kaotíski heimur mannsins sem ég
vék að áðan felast líkast til hvað í öðru,
en þessi ósköp eru þó vísast ekki bundin
forlögum eða grunneðli heimsins, að
minnsta kosti virðist tilvinnandi að deila
á þau.
Eg ætla ekki að fara nánar út í
heimspeki eða boðskap þessarar bókar,
enda er hún sjaldan sett fram beinum
orðum, heldur frekar, eins og kannski
vera ber í ljóði, með því að draga upp
myndir og vekja kenndir.
I Fátt af einum leggur Geirlaugur
meiri áherslu á formið en í fyrri bókum,
þótt augljóst sé að í þeim hneigist form-
ið mjög í átt til þess sem hér er. Þetta
form virðist líka eiga mjög vel við þann
anda sem er í þessum bókum. Kald-
hæðninni, ádeilunni og utangarðsat-
hugasemdunum hæfir vel knappt form. I
stað nákvæmra útlistana er frekar eitt-
hvað undanskilið, og það skapar óör-
yggi. Hins vegar eru endunekningar og
hliðstæður tíðar:
251